Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Óvild milli Obama og Clinton eykst stöðugt
Harkan í kosningabaráttu frambjóðenda í forkosningum demókrata í Bandaríkjunum eykst stöðugt. Persónuleg óvild sem ríkir milli Hillary Clinton og Barack Obama er greinileg og fer vaxandi. Hver svo sem útslitin verða á endanum er hætta á því að harkan og óvildin hafi veruleg áhrif á möguleika demókrata á að endurheimta Hvíta húsið eftir átta ára útlegð.
Í síðustu viku fóru fram kappræður fyrir forkosningarnar í Suður Karolínu, sem Obama vann, og var þeim sjónvarpað á CNN. Hnútukastið sem var á milli Clinton og Obama var magnað - maður finnur kalann sem er á milli þeirra tveggja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af gefnu tilefni vil ég benda fróðleiksfúsu fólki á fyrirtaks pisla á http://www.joiragnars.blog.is/blog/joiragnars/
Jóhannes Ragnarsson, 30.1.2008 kl. 18:14
Hvernig á annað að vera; annað gerir út á kyn og hitt út á kynþátt. Væri ekki til bóta að skjóta nokkrum málefnum inn í umræðuna?
ragnhildur (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.