Jón Ásgeir í BusinessWeek

Bandaríska viðskiptatímaritið BusinessWeek veltir því fyrir sér í gær hvort Baugur, undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, muni reyna yfirtöku á Saks verslunarkeðjunni í Bandaríkjunum. Baugur á þegar 8,5% hlutafjár í Saks.JónÁsgeir

BusinessWeek bendir á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Baugur hafi reynt að ná fótfestu í Bandaríkjunum og rifjast upp kaupin á Bill's Dollar Stores, sem Jón Ásgeir viðurkennir að hafi verið mistök, enda tapaði Baugur nokkrum milljörðum króna á því. Blaðið telur öðru máli gegni um Saks. Bent er á að Baugur fari yfirleitt í skuldsetta yfirtöku en fái stjórnendur í lið með sér.

Baugur hefur raunar tilkynnt bandaríska fjármálaeftirlitinu að félagið íhugi að gera yfirtökutilboð í Saks ásamt Landmark, smásölufyrirtæki í Dubai.

Umfjöllun BusinessWeek er mjög jákvæð í garð Jóns Ásgeirs en blaðið kemst þó ekki hjá því að benda á málaferlin gegn honum.

Saks rekur þrjár keðjur verslana:

Saks Fifth Avenue, sem leggur áherslu á hágæða og dýrar vörur fyrir konur og karla, er með 54 verslanir.

OFF Fifth er keðja 49 verslana með afsláttarvörum

Club Lilly Lu er keðja 90 verslana sem þjónar stúlkum á aldrinum 6-12 ára.

Hlutabréf í Saks voru við lok markaðar í gær á 18,46 dollara á hlut sem er sama verð og fyrir 12 mánuðum. Síðustu fjórar vikur hefur gengi bréfanna hækkað um 4%. Á síðustu 12 mánuðum hefur gengi bréfanna farið hæst í 23,25 dollara.

Stofnanafjárfestar eru langstærstu hluthafar í Saks en búsist er við að hagnaður á hlut verði 0,42 dollarar á hlut á þessu reikningsári sem er veruleg hækkun frá fyrra ári. Tekjur Saks hafa hækkað um 14-18% á síðustu þremur ársfjórðungum miðað við sama tímabil fyrir ári. Hagnaður hefur hins vegar aukist mun meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband