Hlutabréf: Ekki alltaf besta fjárfestingin

Ef þú réðst í að kaupa hlutabréf í FL Group fyrir einu ári hefur þú orðið fyrir verulegu fjárhagslegu áfalli. Verðmæti bréfanna hefur minnkað um nær 62%. Til þess að vinna upp tapið þurfa hlutabréf félagsins að hækka um 161,5%. Svipaða sögu er að segja um bréf Exista. Þau þurfa að hækka um 82% til þess að þú standir uppi án skaða. (Hér miða ég við upplýsingar um gengi hlutabréfa sem birtist á mbl.is)

Á síðustu árum hafa hlutabréf verið einstaklega góður kostur og margir fengið ofbirtu í augun og gengið hraðar um gleðinnar dyr en eðlilegt getur talist. Síðustu mánuði liðins árs gjörbreyttist ástandið.

Margir sem setja fjármuni í hlutabréf gera sér ekki grein fyrir að til þess að vinna upp tap á hlutabréfum þurfa þau að hækka hlutfallslega mun meira en nam lækkuninni. Lækki hlutabréf um 50% frá því að þau voru keypt þurfa þau að hækka aftur um 100% til að ekki verði tap á fjárfestingunni.

Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir íslenskan hlutabréfamarkað líkt og markaði fyrir hlutabréf í öðrum löndum. Þegar aðstæður eru erfiðar er nauðsynlegt fyrir einstaklinga sem hafa lagt fjármuni í hlutabréf að bregðast við. Margir ráðgjafar ráðleggja fólki að selja hlutabréf ef þau lækka um 7-10% frá kaupverði. Á síðustu árum hafa íslenskir fjárfestar ekki þurft að huga að slíkum reglum. En síðasta misseri hefur neytt þá til að tileinka sér einhverja reglu um að lágmarka tapið.

Hvað þurfa hlutabréf að hækka?

Hér er stutt yfirlit yfirlit yfir hvað hlutabréf sem mest hafa fallið í verði síðustu 12 mánuði, þurfa að hækka til að eigendur þeirra séu jafnsettir:

FélagÞurfa að hækka
FL Group hf.161,5%
365 hf.117,2%
Icelandic Group110,4%
Exista hf.82,0%
Flaga group70,8%

Annars er hér tafla sem getur hjálpað einhverjum að átta sig á samhengi lækkunar og núllpunktsins, þ.e. hvað hlutabréf þarf að hækkað mikið eftir lækkun þannig að fjárfestir tapi ekki á fjárfestingunni.

LækkunNúllpunktur
-5,00%5,26%
-10,00%11,11%
-15,00%17,65%
-20,00%25,00%
-25,00%33,33%
-30,00%42,86%
-35,00%53,85%
-40,00%66,67%
-45,00%81,82%
-50,00%100,00%
-55,00%122,22%
-60,00%150,00%
-65,00%185,71%
-70,00%233,33%
-75,00%300,00%
-80,00%400,00%
-85,00%566,67%
-90,00%900,00%
-95,00%1900,00%

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir þessa áminningu, Óli Björn. Annað sem þarf að athuga er gengi. Greiningardeildir banka gera ráð fyrir amk 8% gegnisfalli krónu árið 2008 (frá áramótum), en það getur tekið 20% fallrispur eins og sannast hefur. Líkurnar á þannig styrkingu eru  hinsvegar sáralitlar núna. Vega þarf upp líklegt gengisfall, miðað við kostinn að geyma fjárfestinguna í gengiskörfu. Eða að kaupa erlend hlutabréf, sem eru mörg mjög lág núna, þá vinnur gengi þeirra líklega með þér.

Eru krónubréfaskuldir ekki tæpir 400 milljarðar og vaxtasamningar eitthvað eins? Skuldatryggingafyrirtækin að afskrifa tugmilljarða Evra og bankarnir með ofurhátt álag? Bankarnir geta ekki haldið krónunni uppi á handaflinu svona lengi. 

Ívar Pálsson, 31.1.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband