Klúður í Valhöll skrifast ekki á Vilhjálm Þ.

Kannski svíkur minnið, en ég hef aldrei séð nöturlegri framkvæmd á blaðamannafundi stjórnmálaleiðtoga og í Valhöll þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík, boðaði fjölmiðlunga á sinn fund til að greina þeim frá því að hann ætli sér að sitja áfram í borgarstjórn en um leið vilji hann taka sér tíma til að hugleiða stöðu sína sem verðandi borgarstjóri eftir ellefu mánuði eða svo.

Ekki er hægt að skrifa reikninginn fyrir klúðrinu á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. Starfsmenn Sjálfstæðisflokksins undir forystu framkvæmdastjóra flokksins áttu að sjá um að allt gengi vel fyrir sig og að fundurinn yrði eða gæti orðið upphafið að nýrri sókn í höfuðborginni. Umgjörð og skipulag blaðamannafundarins var þvert á móti með þeim hætti að vandi Sjálfstæðisflokksins er enn meiri en fyrir hann.

Furðuleg og raunar óafsakanleg framkoma í garð blaðamanna gerði allt illt verra. Það var eins og það hefði verið skipulagt sérstaklega að klúðra fundinum. Eftir áratuga baráttu fyrir Sjálfstæðisflokksins á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson a.m.k. þá kröfu að starfsmenn flokksins leggi sig alla fram við að aðstoða hans í baráttu fyrir pólitísku lífi.

Greinilegt er að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur ekki aðgang að mörgum góðum ráðgjöfum. Furðulegt var að hann skyldi einn og óstuddur sitja fyrir svörum blaðamanna í Valhöll til að tilkynna að hann héldi áfram í borgarstjórn en tæki sér tíma til að huga að sinni stöðu að öðru leyti. Fyrst það var niðurstaða á fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að oddviti þeirra tæki enga róttæka ákvörðun um sína fram tíð - að svo komu máli - þá áttu þeir að sýna samstöðu í verki og standa við bakið á Vilhjálmi á blaðamannafundinum. 

Í moldviðri stjórnmálaátaka er mikilvægt að ráðgjafar séu til staðar enda er oft erfitt fyrir þann sem stendur í miðju moldviðris að átta sig á hvert skuli halda. Starfsmenn Valhallar brugðust Vilhjálmi og borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Afleiðingin er sú að vandi flokksins er enn meiri en ella.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Sammála þessu, það var raunalega að horfa uppá þessa framkvæmd. Starfsmenn flokksins gerður annað og meira en að bregðast Vilhjálmi og hinum borgarfulltrúum flokksins, þeir brugðust flokknum. Sjá færslu mín - Atburðasjórnun

Viggó H. Viggósson, 13.2.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Tek undir hvert orð Óli Björn. Þessi blaðamannafundur var til skammar fyrir þá sem ráða för í Valhöll og ekki síður forystuna í Reykjavík. Staðan var slæm fyrir hann en versnaði enn og Vilhjálmur leit út eins og Richard Nixon í þessum skrípaleik.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.2.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega sammála þér Óli Björn, þetta var ótrúlega pínlegt og asnalegt, er hrikalega ósátt út af þessu og leið hreinlega illa á meðan þessi útsending var. Þeir verða að hysja upp um sig þarna í Valhöll, ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 00:12

4 identicon

Vissulega var þetta pínlegur fundur og að skilja Vilhjálm karlinn eftir á berangri er lýsir attitúdvanda hjá samstarfsmönnum hans. Hugarþel í hans garð sem satt að segja hefur oftar en í þetta sinn komið fram. Býsna langsótt er að veitast að starfsfólki Valhallar og freista þess að draga það til ábyrgðar fyrir vanda flokksins! Þá er býsna langt seilst finnst mér. Ábyrgðin er á borgarstjórnarflokknum og oddvita hans og framkvæmd þessa fundar sver sig í ætt við annað sem þessi hópur er að gera þessa dagana.

Þórður Víkingur Friðgeirsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:25

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að taka Villa af lífi póliskt. Það allt gert til að gera hann hallærislegan á hlægilegan... þetta er svo áberandi að ég trúi ekki svona klaufakap upp á Sjalla og forustu flokksins. Blaðamannafundurinn var eitt aumasta fúsk sem ég hef séð...

Jón Ingi Cæsarsson, 14.2.2008 kl. 11:33

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Óli, það getur einfaldlega EKKIverið, að menn hafi verið svona illa undirbúnir hvað varðar umgjörð fundarins.

Til hvers í andsk. voru þrír stólar við borðsendann, ef Vilhjálmur átti að vera þarna einn?

Hversvegna kusu sumir borgarfulltrúar, að læðast út kjallaramegin rétt fyrir fundinn?

Hver er sá snjalli maður, sem boðar blaðamannafund um kl 13, þegar fundur borgarfulltrúa hefst kl 12,30 um alvarlega stöðu og hvernig beri að snúa við pr-inu, sem er algerlega við ALkul um þessar mundir?

Nei  okkar menn KUNNA ÞETTA ALLT MIKLU BETUR en einhverjir ákváðu að GERA EKKI BETUR.

Give it your best or W.....

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.2.2008 kl. 12:51

7 identicon

Flokkurinn - starfsmenn hans og stjórnmálamenn - hafa misst sjálfstraustið og þegar sjálfstraustið vantar þá klúðrast allt. Sumir læðast út bakdyramegin, tímasetningar brenglast og fólk birtist ekki í stólum sínum.  En af hverju voru stólarnir þrír?  Hverjir áttu að hanga þar meðan fjölmiðlungar krossfestu Villa? 

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 13:22

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Því miður er ekki annað hægt en að vera 100% sammála Bjarna Kjartanssyni.

Það getur einfaldlega ekki verið að starfsfólkið í Valhöll sé allt svona vitlaust.         Það getur heldur ekki verið að "samherjarnir" sé svona vitlausir.  

Ég gæti hæglega tínt til fleiri dæmi eins og þegar meðreiðasveinarnir þóttust plataðir á forsíðu 24 stunda , vegna þess að Magga Sverris var ekki með.  Það var auðvitað allt vitað löngu áður enda er hún búin að vera með annan fótinn í Samfylkingunni um langt skeið, eins og Kjartan og Vilhjálmur vissu.  

Sigurður Þórðarson, 14.2.2008 kl. 14:07

9 Smámynd: Andrés Magnússon

Villi sagði á fundinum að aldrei hafi staðið til að á fundinum yrðu aðrir en hann. Raunar mátti sjá að þegar hann var að koma sér fyrir að honum kom stólafjöldin á óvart. Þannig að þau mistök skrifast á einhvern annan en Villa.

Andrés Magnússon, 14.2.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband