Föstudagur, 22. febrúar 2008
Ófullnægjandi skýringar á brotthvarfi forstjóra Eimskips
Í gær var tilkynnt að Baldur Guðnason forstjóri Eimskips hefði ákveðið að segja skilið við félagið eftir fjögurra ára starf. Hann hefur þegar látið af störfum. Ég dreg í efa að verið sé að segja söguna alla.
Eimskip hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á síðustu árum og þær breytingar eru langt í frá fullkláraðar.
Í desember síðastliðnum lét Magnús Þorsteinsson af embætti stjórnarformanns Eimskips. Óvenjulegt er að stjórnarformenn láti af embætti með þeim hætti. Yfirleitt bíða menn eftir aðalfundi til að gera hluthöfum grein fyrir ákvörðun sinni. Það er einnig óvenjulegt að forstjóri stórfyrirtækis ákveði að taka pokann sinn og láti þegar af störfum án þess að stjórn fyrirtækisins hafi ráðrúm til að ganga frá ráðningu eftirmanns.
Með allt þetta í huga eru skýringar Baldurs Guðnasonar á því afhverju hann ákveður að yfirgefa brúnna hjá Eimskip ófullnægjandi. Jafnframt vekur það spurningar hvers vegna nauðsynlegt er talið að Eimskip kaupi eigin hlutabréf af eignarhaldsfélagi Baldurs - Eyfirðingi sem er fjórði stærsti hluthafinn í Eimskip. Markaðsvirði bréfanna er nær tveir milljarðar króna. Ekki verður betur séð en að þau kaup gangi gegn settu markmiði félagsins að lækka skuldir.
Hluthafar Eimskips og markaðsaðilar hljóta að kalla eftir frekari skýringum, en vægast sagt er það óheppilegt að bæði stjórnarformaður og forstjóri yfirgefi fyrirtæki á tveggja mánaða millibili, sem er að ganga í miklar breytingar að ekki sé talað um þann óróa sem verið hefur á alþjóðlegum mörkuðum. Við slíkar aðstæður fara menn ekki frá hálfkláruðum verkefnum ótilneyddir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Úr ársreikningi Eimskip fyrir 2007
Property, vessels, aircraft and equipment 1.287.470 í lok 2007
Property, vessels, aircraft and equipment 354.523 í lok 2006
In January 2008 the Company finalized the sale and lease-backof assets in Canada and USA for EUR 222 million which
was introduced in the end of October 2007. The proceeds from the sale will be used to repay long-termdebt of EUR 167
million.
33. Other matters
The Company's management intends to finalize a sale and lease-back of assets for EUR 670 million in Q2 2008. The
proceeds from the sale will be used to repay debt of EUR 550 to 600 million. The buyer is a company that will be owned
49% by the Company and 51% owned by a real estate company.
Spurningar vakna.
Hvernig hefur fasteignamarkaðurinn það í Norður Ameríku og Vestur Evrópu?
og
Hversu auðvelt verður fyrir ´nýja fyrirtækið að slá 670 miljónir Evra
Skúmur
Þorgeir Hjaltason (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 22:29
Já þett er ekki eðlilegur framgangsmáti. Forvitnilegt að vita hvað býr að baki. Af hverju eru fyrirtækin að kaupa hluti fyrrverandi forstjóra. Sama gerðist hjá Glitni þegar Bjarni hætti. Hvaða hagsmuni hefur fyryrtækið af því að hafa þá ekki meðal hluthafa. Stjórninn er jú ætlaðað gæta hagsmuna hluthafa en ekki fyrrverandi forstjóra.
Eru þetta kanski afleiðingar af niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í málum félagsins?
Landfari, 23.2.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.