Föstudagur, 22. febrúar 2008
Rétt ákvörðun
Geir H. Haarde nálgast Breiðuvíkurmálið með réttum hætti og það sérstakt gleðiefni að ríkisstjórnin ætli að leggja fram frumvarp sem tryggir þeim sem máttu sæta illri meðferð, skaðabætur þó þær bæti aldrei þann sálræna skaða sem ungir drengir urðu fyrir á sínum tíma.
Mikilvægt er að tryggja rétt einstaklinga gagnvart opinberum aðilum. Ef hið opinbera brýtur með einum eða öðrum hætti á rétti einstaklinga, verður að tryggja að skaðinn sé bættur, fjárhagslega og með öðrum hætti sé þess kostur.
Því miður er það svo að erfitt hefur verið fyrir einstaklinga, samtök þeirra og fyrirtæki, að sækja rétt sinn á hendur ríkis, sveitarfélaga og stofnana þeirra. Ákvörðun forsætisráðherra um að tryggja fórnarlömbum Breiðavíkurheimilisins bætur, er vonandi vísbending um að ný viðhorf séu að ryðja sér til rúms.
Nefndin mun fjalla um önnur meðferðarheimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.