Pólitísk kreppa vinstri grænna og Steingríms J.

Vinstri grænir virðast komnir í pólitíska kreppu undir forystu Steingríms J. Sigfússonar. Flokknum hefur ekkert gengið í stjórnarandstöðu og traust kjósenda til formannsins hrapar. Hægt er að leiða rök að því að vandi vinstri grænna eigi aðeins eftir að aukast samfara því sem hægist á í efnahagslífinu.Steingrímur J. Sigfússon

Skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem birt var í gær (sunnudag), leiðir í ljós að fylgi vinstri grænna er nær það sama og í kosningunum, en úrslit þeirra voru mikið áfall fyrir flokkinn sem hafði verið á mikilli siglingu síðustu vikurnar fyrir kjördag. Áfall Steingríms J. Sigfússonar og félaga varð síðan enn meira þegar ljóst var að þeim tækist ekki að tryggja samstarf í ríkisstjórn.

Fyrstu mánuði kjörtímabilsins virtist sem vindur væri í seglum vinstri grænna en í september mældist flokkurinn með 16,5% fylgi í könnun Fréttablaðsins, en síðan hefur aðeins sígið á ógæfuhliðina. Í nýjustu könnun blaðsins er fylgi flokksins komið niður í 14,2%.

Til að kóróna vandræðagang vinstri grænna leiðir könnun Fréttablaðsins í ljós að aðeins 9,1% kjósenda bera mest traust til Steingríms J. Sigfússonar - mun færri en segjast fylgja flokknum að máli. Fyrir ári sögðust 25,7% kjósenda treysta formanni vinstri grænna mest allra stjórnmálamanna. Þannig er Steingrímur J. að missa fótanna á hinu pólitíska svelli - virðist raunar vera í frjálsu pólitísku falli, líkt og Össur Skarphéðinsson sem býður afhroð í áðurnefndri könnun Fréttablaðsins.

Líklegt er að vandi Steingríms J. Sigfússonar og vinstri grænna eigi aðeins eftir að aukast eftir því sem líður á árið. Flokkur sem býður aðeins upp á aukin ríkisútgjöld, aukna skattheimtu og stöðnun í atvinnuuppbyggingu er ekki líklegur til að höfða til kjósenda þegar hægir á vexti efnahagslífsins. Undir eðlilegum kringumstæðum skapast sóknarfæri fyrir flokk í stjórnarandstöðu þegar kreppir að í efnahag þjóðar. Kjósendur gera sér hins vegar grein fyrir að vinstri grænir bjóða ekki upp á fýsilegan kost til úrlausnar þeim vandamálum sem steðja að. Einmitt þess vegna styrkja stjórnarflokkarnir stöðu sína og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn og Geir H. Haarde. Fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins er athyglisverð ekki síst í ljósi vandræðagangsins í borgarstjórn. Staða Geir H. Haarde er gríðarlega sterk og styrkist. Framsóknarflokkur og frjálslyndir eru hins vegar í þann veginn að þurrkast út miðað við könnun Fréttablaðsins.

Veik staða Steingríms J. Sigfússonar mun kynda enn frekar undir þær raddir innan vinstri grænna að nauðsynlegt sé að skipta um kallinn í brúnni, enda er hann hættur að fiska. Steingrímur J. er ekki lengur sá sterki leiðtogi sem vinstri menn hefur alltaf dreymt um að eignast. Og hér skal efast um að hann sé að finna í þingflokki vinstri grænna.


mbl.is Geir nýtur mests trausts en Vilhjálmur minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið íhaldsmenn eruð duglegir við smjörklípisaðferðina. Meðan borgarstjórnarflokkur íhaldsins er í rúst,höfuðstaður Íslands er stjórnlaus. Og stjórn íhaldsins tók hálfan mánuð til að komast að engri niðurstöðu. Þá er farið að tönglast á meintu máttleysi Vinstri grænna.

Það sem veldur mér hinsvegar áhyggjum hvernig stendur á því að stærsti stjórnmálflokkur þjóðarinnar sé svona illa mannaður?

Er þátttaka í pólitík ekki eftirsóknaverður vettvangur fyrir frambæilegt fólk??

Sigurður (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:39

2 identicon

Ég er reyndar ósammála þér að ekki sé að finna forystumann í þingflokki þeirra..

Katrín Jakobsdóttir er tvímælalaust skærasta stjarna Vinstri Grænna í dag og ég vona að hún fari fram. Röggsöm, hófsöm, sjarmerandi og eldklár.. Held meira að segja að ég myndi kjósa þá Grænu ef hún væri í forsæti.. já svei mér þá

Björg F (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:50

3 identicon

Athyglisvert að enginn minnist lengur á Svandísi Svavarsdóttur.

ragnhildur (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:15

4 Smámynd: Snorri Bergz

Hrikalega vona ég að Jón Bjarnason verði kjörinn formaður VG.

Snorri Bergz, 25.2.2008 kl. 17:13

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ég veðja nú frekar á þig Snorri minn, eða þannig

Þorkell Sigurjónsson, 25.2.2008 kl. 19:25

6 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Þetta vinstri grænna pakk er sjálfu sér og þjóðinni til skammar. Leggur fram vanhugsuð og vonlaus frumvörp æ ofan í æ og skilur svo ekkert í því af hverju fólk vantreysti þeim. Vonlaus pappír og smánarblettur á samfélaginu.

Jóhann Kristjánsson, 25.2.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband