Skýr skilaboð og gott fordæmi

Einhliða ákvörðun Lárusar Weldings forstjóra Glitnis um að lækka laun sín um helming er merki um nýja tíma og breytt vinnubrögð meðal íslenskra stjórnenda. Lækkunin mun vissulega ekki hafa mikil áhrif á afkomu Glitnis er hún er skýr skilaboð til starfsmanna, hluthafa og viðskiptavina að tími aðhalds og hófsemdar sé runninn upp.

Forvitnilegt verður að fylgjast með starfsbræðrum Lárusar Weldings á næstu vikum. Feta þeir í fótspor hans? Og taka stjórnir annarra fjármálastofnana svipaða ákvörðun og Þorsteinn Már Baldvinsson, nýr formaður stjórnar Glitnis, beitti sér fyrir á aðalfundi bankans og lækka eigin laun? Tíminn leiðir það í ljós.

Flest bendir til þess að afkoma bankanna verði lakari á þessu ári en á liðnu ári. Fari stjórnendur fjármálafyrirtækja og fjárfestingarfélaga ekki að fordæmi Lárusar Weldings er ljóst að hlutfall launa þeirra af hagnaði mun hækka verulega frá síðasta ári. Líkt og bent var á hér fyrir skömmu eru laun stjórnenda allt að 1,9% af hagnaði. Varla munu hluthafar sitja þegjandi undir því að það hlutfall hækki verulega vegna minnkandi hagnaðar.


mbl.is Helmingar laun sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Já nú er ég ánægð með bankann minn!

Annars fæ ég sérlega góða þjónustu í Glitni sem og í Landsbankanum. Starfsfólkið á báðum stöðum er mjög vel þjálfað og það góða við einkavæðinguna er að mikill metnaður er kominn í þjónustuþátt bankanna, burt séð frá vaxtaokri og þessháttar sem ég er hætt að taka þátt í.

Villi Bjarna lætur þá ekki í friði og er grein hans í nýrri "Vísbendingu" frábær lesning. (bls 2)

p.s.

Sérstakar upplýsingar um heilsufar eldri manna er að finna

á slóðinni :

http://joninaottesen.blog.is/blog/joninaottesen

:-)

Jónína Benediktsdóttir, 26.2.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband