Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Mogginn sendir útgerðarmönnum tóninn
Morgunblaðið er tilbúið enn á ný í slaginn við útgerðarmenn. Í leiðara blaðsins í dag er ekkert verið að skafa af hlutunum.
Ég fæ hins vegar ekki betur séð en að tilefni hinna hörðu viðbragða Styrmis Gunnarssonar og Morgunblaðsins sé fremur léttvægt. Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur skrifaði fyrir skömmu grein í blaðið þar sem hann fjallaði um ákvæði laga um að nytjastofnar væru sameigin þjóðarinnar og mismunandi skilning sem menn leggja í þetta ákvæði.
Greinina kallar Morgginn vitleysu og furðulegan málflutning. Og síðan snýr blaðið sér beint að útgerðarmönnum og hefur ekki í langan tíma skrifað jafnharkalega í þeirra garð:
"Ef íslenzkir útgerðarmenn og talsmenn þeirra vilja hefja þennan slag á nýjan leik mun ekki standa á þeim, sem tekið hafa til varnar fyrir rétt íslenzku þjóðarinnar til þess að eiga þá auðlind, sem Alþingi Íslendinga hefur undirstrikað að sé sameign hennar, að taka þátt í þeim leik. En útgerðarmenn munu ekki ríða feitum hesti frá þeim umræðum.
Hinir vitrari menn í þeim hópi ættu að hafa vit fyrir þeim, sem nú eru að ana út í ófæru."
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Á sunnudag hefst fjörið
Fyrir okkur sem eru veikir fyrir veiði þá hefst fjörið á sunnudag, eini vandinn er sá að þá verð ég á Skútustöðum í góðu yfirlæti hjá Ragga á Hótel Seli. Við ætlum að keyra í þrjá daga (á sleða) en vera í góðu yfirlæti á kvöldin á Hótel Seli.
Ef þið hafið ekki komið í Mývatnssveit og gist á Seli, þá er kominn tími til. Þið fáið ekki betri og persónulegri þjónustu. Ef einhver vandamál koma upp, þá eru þau leyst - á Skútustöðum eru engin vandamál. Svo einfalt er það.
Hótelið er frábært, herbergin eins og best verður á kosið og maturinn - ja þið verðið bara að reyna.
En nú er veiðitíminn að hefjast. Loksins. Ef einhver er orðinn mjög óþreyjufullur þá er rétt að hafa samband við Þröst Elliðason og kaupa dag í Millivallalæk. Stórir fiskar - ótrúlega stórir + 10 pund - og frábært veiðihús. Og allt þetta kostar minna en tveggja punda lax á versta tíma.
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Eru þeir betri en við hin?
Bjarni Benediktsson okkar fremsti og heiðarlegasti stjórnmálamaður klappaði mér á kollinn í bakaríinu hjá afa, þegar ég var sjö eða átta ára: Þú verður góður og gegn sjálfstæðismaður.
Ég man ekki eftir þessu, en í dagbókum föður míns segir að honum og afa hafi tekist með "undursamlegum" hætti að telja mér trú um að Sjálfstæðisflokkurinn væri eina leið lítillar þjóðar til sjálfshjálpar. Ég var liðlega tvítugur þegar þeim tókst þetta að fullu. Í tæpan aldarfjórðung hélst þessi trú.
Mér var það ekki sérstaklega ljúft að ganga til liðs við Sjáflstæðisflokkinn 1981, en lét til leiðast vegna þess að loks væri kominn fram á sjónarsviðið maður sem hægt væri að treysta í forystu ungra manna. Geir Haarde var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 1981, eftir tímabil þar sem Jón Magnússon, sem formaður SUS, gerði pólitík þannig að fáir ungir menn höfðu áhuga að ganga til liðs við hann og hans skoðanir. Vonandi tekst honum ekki betur til í framboði fyrir Frjálslyndaflokkinn. Jón Magnússon hefur aldrei haft aðra sannfærðingu en þá að Íslendingar eigi að þakka fyrir þá gæfu að eiga hann að syni.
Mér hefur alla tíð verið í nöp við menn sem telja að þeir séu betri en aðrir - þeir standa í þeirri trú að við, hinir óbreyttu, eigum að þakka þeim sérstaklega fyrir þá náð að fá að kjósa þá til forystu á Alþingi. Jón Magnússon er ekki sá eini sem er þessu marki brenndur, því miður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Nær 80% hækkun hjá Ingva Hrafni
Góður félagi minn, sem hefur veitt í mörg ár í Langá, er hættur. Ástæðan er sú að Ingvi Hrafn tilkynnti honum að verðið myndi hækka um nær 80% á milli ára.
Vinur minn er búinn að ganga í gegnum súrt og sætt í Langár-veiði. Tryggur þegar illa gengur og ánægður þegar vel hefur fiskast. Hann er sem sagt samnefnari fyrir þá íslensku veiðimenn sem hafa haldið uppi veiðileyfahöfum, sem eru margir hverjir tilbúnir til að fórna sínum bestu og tryggustu viðskiptavinum þegar boðið er betur. Því miður er Ingvi Hrafn, sem er að vísu ekki orðinn annað en staðarhaldari en ekki leigutaki, ekki eindæmi. Leigutakar hafa ekki mikla löngun til þess að halda tryggð við góða viðskiptavini. Þeir eiga hins vegar eftir að kynnast því að það er betra að halda tryggð við góða viðskiptavini - í niðursveiflunni mun það koma í ljós. Ég spái því að Ingvi Hrafn eigi eftir að hringja í vin minn og grátbiðja hann um að kaupa veiðileyfi, þegar Langá (sem er að vísu orðin þekkt fyrst og fremst fyrir smálax) hefur ekki skilað sínu í tvö ár og fjármálafurstarnir eru hættir. Ingi Hrafn verður ekki sá eini.
Þröstur Elliðason er í mínum huga heiðarlegasti leigutaki sem ég hef átt viðskipti við. Honum er ekki sama um sitt fólk - fylgist með og ef illa gengur er hann miður sín og vill endilega fá að bæta fyrir. Hann er þó svo heppinn að hann þarf yfirleitt ekki að grípa til þessa. Allir sem kaupaveiðileyfi af Þresti, upplifa ekki bara þjónustu og gott viðmót heldur á stundum ævintýri í veiði.
Ef þú vilt kaupa veiðileyfi af manni sem er annt um að þú sért ánægður, þá kaupir leyfi af Þresti. Þetta er svona einfalt.
p.s.
Ég mun í sumar fjalla enn frekar um veiði og þar með fella dóma yfir veiðiám og þó ekki síst veiðihúsum, þjónustu og öllum viðgjörningi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Afhverju kaupir Pálmi í 365
Hlutabréf 365 hækkuðu um 2,30% í dag. Afhverju. Ja, það má Guð vita. Það hefur ekkert gerst og engar fréttir borist sem réttlæta þessa hækkun. Raunar hefur skynsemi aldrei virkað vel þegar reynt er að meta verðmæti þessa stærsta fjölmiðlafyrirtækis landsins.
Á mánudag var að vísu tilkynnt að Fons hefði aukið hlut sinn í fyrirtækinu í 16% en tilkynningin var orðuð svo:
Fons eignarhaldsfélag átti fyrir kaupin 2,44% kr. 83.880.108. Eftir kaup 4,2% kr. 144.680.108. Fons Capital átti fyrir kaupin 8,8 % kr. 303.451.832 Melkot átti fyrir kaupin 0,8 % kr. 26.715.214. Grjóti átti fyrir kaupin 2,2% kr. 74.154.483. Fons eignarhaldsfélag hf. á Fons Capital, Melkot hf. og Grjóta ehf. Pálmi Haraldsson er meirihlutaeigandi í Fons eignarhaldsfélagi hf. |
Nú geta menn velt því fyrir sér afhverju Pálmi Haraldsson ákvað að kaupa fyrir yfir 200 milljónir króna í 365. Ég kann enga skýringu, nema þá að annað hangi á spýtunni sem er alls ótengt 365.
Hitt er svo annað að það sem af er ári hafa hlutabréf í 365 lækkað um 25,7% og það kann að gefa til kynna að kauptækifæri hafi myndast. En þá er vert að hafa í huga að forstjóri félasins helur sagt að auglýsingamarkaðurinn fyrir Fréttablaðið sé erfiður og dreifingarkostnaður hefur hækkað og muni hækka á komandi mánuðum.
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Fulham er til sölu
Reuters fréttastofan segir frá því að Mohamed al-Fayed sé tilbúinn að selja Fulham FC. Al-Fayed hefur þegar lagt yfir 30 milljónir punda í Fulham og er stjórnarformaður félagasins. Kannski að íslenskir fjárfestar muni huga að kaupum, enda örugglega töluvert hagstæðari og áhættuminni en West Ham sem Björgólfur Guðmundsson keypti undir nafni Eggerts Magnússonar.
Ekki er ljóst á hvaða verði þessi umdeildi athafnamaður og næstum tengdafaðir Diönu, er tilbúinn til að selja félagið á, en Björgólfur og Eggert keyptu West Ham á 85 milljónir punda.
West Ham er nú í næstneðsta sæti úrvalsdeilar með 24 stig og líkur á falli eru meiri en eigendur geta sætt sig við.
Fulham er hins vegar með 34 stig í neðri hluta deildarinnar, en öruggt með eitt ár í viðbót a.m.k. í úrvalsdeild.
LONDON (Reuters) - Mohamed al-Fayed, owner of luxury London department store Harrods, is planning to sell Fulham F.C., the football club he owns in the capital, sources familiar with the situation said.
In 1997, Egyptian-born Al-Fayed, whose son Dodi died with Princess Diana in a car crash that year, invested 30 million pounds ($58.93 million) in Fulham and took over as chairman after agreeing to acquire a controlling stake.
"He's interested in selling it," said one of the sources.With Al-Fayed's financial backing Fulham repurchased the freehold to their Craven Cottage stadium on the banks of the river Thames in west London for an estimated 7.5 million pounds, whith on the pitch they were promoted to the top flight in 2001.Fulam F.C. officials weren't immediately available for comment. Investors have been attracted by the English league, the largest and most profitable in world football, which has doubled its sales to 2 billion euros (1.358 billion pounds) in five years, according to data from accountancy firm Deloitte & Touche."Premiership clubs' overall revenues are set to grow significantly in the 2007/08 season when new broadcasting contracts should increase annual revenue to over 2.5 billion euros," Deloitte said recently in a report."The legal structures and business culture leaves English clubs more open to changes of ownership than in many other European countries," the Deloitte report said. Recent soccer deals have valued clubs at between 1.5 and 2 times annual turnover. Fulham had annual sales of 36.2 million pounds in the 2004/05 season, according to Footballeconomy Web site. A club spokesman declined to disclose a sales figure.RECENT DEALSAppetite from financial investors for British clubs is expected to continue.Five-times European champions Liverpool was recently bought by U.S. tycoons George Gillett and Tom Hicks for 174 million pounds, while league leader Manchester United was bought by Texan oil millionaire Malcolm Glazer for 790 million pounds in 2005.Russian billionaire Roman Abramovich purchased Chelsea in 2003 for about 60 million pounds.Aston Villa was taken over in September by American billionaire Randy Lerner for 62.6 million pounds, while Alexandre Gaydamak acquired full control of Portsmouth in July 2006.In November last year, West Ham United agreed to an 85 million pound takeover from a consortium led by Iceland Football Association president and UEFA member Eggert Magnusson.Newcastle United was recently approached by Polygon, a hedge fund, and by investment group Belgravia Group, though both parties withdrew their interest.Miðvikudagur, 28. mars 2007
Krónan - jú en hún er norsk
Gjaldeyriskaupmenn eru farnir að veðja á krónuna - þ.e. þá norsku. Sterkur hagvöxtur og sú staðreynd að norska krónan hefur staðist álag á undanförnum mánuðum hefur gert það að verkum að gjaldeyriskaupmenn er byrjaðir að kaupa krónur.
Að sumu leyti minnir þetta okkur á íslensku krónuna og stöðu hennar en á undanförnum mánuðum hefur enginn gjaldmiðill í Evrópu hækkað meira gagnvart dollar og evru en sú íslenska. Það hins vegar gefur tilefni til að íslenskir fjárfestar fari að huga að myntkörfunni.
The International Herald Tribune fjallar um frænd-krónuna og segir:
NEW YORK: The Norwegian krone may become the next favorite for investors seeking high-yielding currencies as the central bank in Oslo increases interest rates to quash inflation.
"I like the Norwegian krone," Paul Barrett, the chief foreign exchange trader at J.P. Morgan Private Bank, said in New York. "People are hunting for yields, and the rising interest rates make it attractive."
Norges Bank, the central bank, said March 15 that it might raise its benchmark deposit rate as high as 5.25 percent next year. It has already increased borrowing costs nine times since June 30, 2005, to stand now at 4 percent.
Barrett said the benchmark rate could go as high as 6 percent.
Rising rates have helped turn the krone into the third-strongest performer against the dollar this year, behind the Brazilian real and the Australian dollar. Higher rates attract carry-trade investors, who borrow in low-interest-rate currencies like the yen to put into currencies that yield more.
"Sentiment is favorable for the Norwegian krone," said John Taylor, chairman of FX Concepts in New York. "The currency should strengthen, as the central bank is raising rates faster, relative to other central banks."
The dollar was little changed last week at 6.099 kroner, while the euro fell 0.2 percent against the Norwegian currency to 8.128 kroner. The Norwegian currency is likely to gain 3.9 percent against the euro and 3.8 percent against the dollar by year-end, according to the median estimate of 26 economists surveyed by Bloomberg.
"The krone is mainly traded by a handful of local banks and receives very little attention from the outside world," said David Karsboel, a strategist in Copenhagen at Saxo Bank. "That may change once interest rates start to go up." Karsboel said he estimated the krone to be about 10 percent undervalued against the euro, in part because of a lack of trades.
A report by Goldman Sachs in February said the currency might be as much as 30 percent undervalued in euro terms.
Another report, from J.P. Morgan Chase this month, said the dollar could drop to 5.66 kroner, its lowest level since September 1992, by the end of the year, while the euro could drop to 7.70 kroner in the same period, its lowest level since March 2003.
BNP Paribas, Citigroup, Deutsche Bank, Morgan Stanley, Royal Bank of Scotland Group and UBS have all recommended that investors buy the krone against the dollar, euro, Swedish krona or other major currencies.
A long-running economic expansion has helped to push Norway's unemployment rate to an 18-year low of 2.7 percent, about a third of the average in the euro zone and the second-lowest, after Iceland, among the 30 members of the Organization for Economic Cooperation and Development.
"Everyone is trying to get more people," said Petter Elvestad, managing director in Oslo at PEAB, a construction company. The shortage of workers causes projects to be delayed, and rival companies try to lure away skilled labor, he said.
Norway, a major oil exporter, limits spending from crude revenue to avoid inflationary money supply growth and in the process has amassed a $292 billion trust fund. Even so, the central bank is forecasting that inflation will exceed its two-year inflation target of 2.5 percent.
Retail sales in Norway rose 6 percent from a year earlier in January, compared with a 0.1 percent decline in the euro zone, and many currency analysts say the bank is likely to need to take stronger action to curb demand.
"The Norwegian central bank underestimates how fast the economy is growing and will have to accelerate rate hikes beyond what they have planned today," said Arne Lohman Rasmussen, a strategist at Danske Bank in Copenhagen. "The Norwegian krone is one of our favorites this year."
Rasmussen said he expected wages to rise 5.5 percent this year, after a 4.3 percent gain last year, pushing benchmark borrowing costs to 5.5 percent in 2008.
Business executives are concerned that higher borrowing costs and a stronger currency will take their toll on non-oil exports.
"When we are in disharmony with interest rates abroad, it can overly strengthen the krone and hurt the economy," said Tor Steig, chief economist in Oslo at the Confederation of Norwegian Enterprise. "Not a single German tourist will come if the krone goes to 7.3 against the euro."
Already, rising living costs have made Oslo the most expensive city in the world, surpassing Tokyo last year, data from The Economist Group show.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Hvers virði er Blaðið?
Lestur Blaðsins er í frjálsu falli. Aðeins liðlega 38% meðallestur eftir að hafa komist uppí nær 46% er áfall og mun verða til þess að augslýsigadeild Blaðsins mun "droppa" verði enn frekar en orðið er. Könnunin bendir til þess að mikill meirihluti þeirra sem fá Blaðið inn um lúguna, hendi því án þess að lesa. Jafnvel auglýsingabæklinmgar fá ekki viðlíka útreið.
Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður og einn eiganda, á því við vanda að glíma. Hann mun hafa óskað eftir því að Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, keypti sig út en fengið neitun. Ástæðan er einföld: Stjórn Árvakur komst að því að miklu ódýrara væri að stofna nýtt blað en að kaupa Sigurð og Co. út.
Sigurður er því læstur inni og á það á hættu að Árvakur, sem á helming hlutafjár í Blaðinu, ákveði að hefja sjálfstæða útgáfu fríblaðs. Blaðið er bæði prentað og dreift af Árvakri.
Töluvert tap varð á útgáfu Blaðsins á liðnu ári, eftir því sem næst verður komist og janúar og febrúar voru langt undir væntingum. Mars mun hins vegar hafa verið góður, ef heimildir eru réttar. En könnunin nú verður til þess að tekjur munu dragast saman enda vandséð afhverju auglýsendur ættu að beina fjármunum til blaðs þar sem mikill meirihluti, sem fær blaðið sér að kostnaðarlausu, hendir því beint í tunnuna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Actavis í Víetnam
Actavis Group mun opna umboðsskrifstofu í Víetnam í komandi mánuði og samkvæmt þarlengum heimildum verður í framhaldinu skoðað hvort fýsilegt sé að opna lyfjaverksmiðju.
Haft er eftir Jónasi Tryggvasyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs fyrirtækisins í Austur-Evrópu og Asíu að Víetnam sé áhugaverður markaður, hagvöxtur sé þar mikill og þjóðfélagið ungt.
Því er haldið fram að opnun skrifstofunnar sé fyrsta skrefið til frekari markaðssóknar sem miðist að því að hefja lyfjaframleiðslu í samstarfi við þarlend fyrirtæki.
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Heimsmet í aflaverðmæti?
Fréttablaðið greindi frá því síðastliðinn föstudag að frystitogarinn Venus hefði komið til hafnar með afla alls að verðmæti 183 milljónir króna. HB Grandi gerir togarann út og hlýtur veiðiferðin að kæta Kristján Loftsson og Árna Vilhjálmsson, aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins, enda reyndist síðasta ár erfitt í rekstri.
Vefmiðilinn FishUpdate.com, sem flytur fréttir af alþjóðlegum sjávarútvegi, fullyrði að hér sé að líkindum um heimsmet að ræða: An Icelandic trawler has broken what is almost certainly a world earnings record with a catch worth 2.1million euros - or around £1,428,000 in sterling.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)