"Viđ viljum völd"

Hrafn Jökulsson, er án efa einn skemmtilegasti ţjóđfélagsrýnir okkar samtíma, ţó ekki sé ég honum alltaf sammála. Hann hefur á undanförnum vikum skrifađ reglulega pistla í Viđskiptablađiđ og fer stundum mikinn. Í dag skýtur Hrafn föstum skotum á vinstri flokkana og ţá ekki síst á gamla samherja í Samfylkingunni.

Hrafn heldur ţví fram ađ stjórnmál á Íslandi séu ađ breytast í mođsuđu. Nú ţrasi frambjóđendur mestanpart um útfćrslur og forgangsröđ. Deilurnar fari ekki eftir flokkslínum heldur eftir kjördćmum: 

"Allir frambjóđendur í Suđurkjördćmi vilja tvöföldun Suđurlandsvegar. Allir frambjóđendur í Norđvesturkjördćmi vilja Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Og svo framvegis.

Er ţetta ţá sami grautur í sömu skál? Er kannski ekki kosiđ um nokkurn skapađan hlut?"

En Hrafn svarar sjálfum sér ađ bragđi:

"Jú, ţađ er kosiđ um nćstu ríkisstjórn. Kaffibandalag stjórnarandstöđunnar vofir enn yfir ţjóđinni. Ţađ hafa forystumenn Samfylkingar, VG og Frjálslyndra áréttađ á síđustu dögum og vikum. Og vill einhver - í alvöru - slíka ríkisstjórn? Eftir landsfund Samfylkingarinnar var ţjóđin jafn nćr um stefnu flokksins, sem virđist rúmast í ţremur orđum: Viđ viljum völd.

Og viljum viđ sjá Magnús Ţór Hafsteinsson sem félagsmálaráđherra í ríkisstjórn Ingibjargar Sólrúnar, ţar sem Steingrímur J. fengi ađ leika lausum hala í fjármálaráđuneytinu?

Um ţetta er kosiđ 12. maí."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband