Nýtt blóð er nauðsynlegt

Það virðist í tísku hjá öllum sem sækja um opinber embætti en fá ekki að hrópa á torgum um óréttlæti. Skipanir ráðherra eru kærðar út og suður, til jafnréttisráðs, umboðsmanns Alþingis og jafnvel dómstóla. Með öllum ráðum er allt gert tortryggilegt.

Ég er ekki í aðstöðu til að meta hæfileika þeirra sem sóttust eftir stöðu orkumálastjóra. En eitthvað segir mér að fyrir ríkisstofnun sé gott, a.m.k. af og til, að fá nýtt blóð, nýja hugsun og nýja sýn á það sem gert er. Það er einnig út í hött að líta svo á að þeir sem sitja fyrir í góðum stöðum í ríkisstofnunum gangi sjálfkrafa fyrir þegar ráðið er æðstu stöðu viðkomandi stofnunar. Ef svo væri því í ósköpum ætti að vera með þann leik að auglýsa stöður og láta sem aðrir en þeir innvígðu komi til greina.

Félagi Össur virðist standa traustum fótum við ráðningu Guðna A. Jóhannessonar sem orkumálastjóra. Hitt er svo eðlilegt að ráðherrar rökstyðji ráðningar af þessu tagi og raunar ætti það að vera ófrávíkjanleg regla og í samræmi við opna stjórnsýslu.

Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, aðstoðarorkumálastjóri, er ósátt við rökstuðning ráðherra og segist ætla að leita til umboðsmanns Alþingis. Miðað við það sem hún hefur látið hafa eftir sér hafa í fjölmiðlum er hún á þeirri skoðun að óþarfi hafi verið að auglýsa stöðuna, lögum samkvæmt, þar sem staðan var hennar með réttu.

Þannig reyna embættismenn að slá eign sinni á opinber fyrirtæki og stofnanir.


mbl.is Segir Guðna hafa sterka framtíðarsýn fyrir Orkustofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Maður er orðinn leiður á þessu endalausa kvabbi um ráðningar, pólitískar eða ekki pólitískar. Úr því ráðningarfyrirkomulagið er svona á annað borð, þá er þetta allt saman eðlilegt. Kvabbararnir eiga frekar að berjast fyrir breytingum á ráðningaferlinu en ekki að atast í þeim sem ber skylda til þess að taka ákvörðun eftir sinni bestu sannfæringu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.1.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband