Beðið eftir bandaríska seðlabankanum

Helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu strax þegar hlutabréfamarkaðir opnuðu í Bandaríkjunum kl. 14:30 að íslenskum tíma. S&P 500 lækkaði strax um 7 punkta (0,5% lækkun)og Nasdaq Composite fór niður um nær 11 punkta (um 0,5%). Dow Jones Idustrial vísitalan er nær óbreytt.

Fjármálamarkaðir bíða eftir ákvörðun bandaríska seðlabankans um stýrivexti. Ákvörðun bankans verður gerð opinber kl. 19:15 að íslenskum tíma (kl. 14:15 að staðartíma). Flestir eiga von á að bankinn lækki vexti um 50 punkta - færri reikna með 25 punkta lækkun. Gangi lækkunin eftir er það í annað skipti á tæpum tveimur vikum sem seðlabankinn lækkar vexti, en 21. janúar lækkaði bankinn vexti óvænt um 75 punta. Bankinn hefur ekki lækkað stýrivexti jafnhratt í meira en aldarfjórðung.

Helstu vísitölur hækkuðu í gær eða frá 0,3% til 0,8% vegna væntinga um vaxtalækkun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband