Afhverju kaupir Pálmi í 365

Hlutabréf 365 hækkuðu um 2,30% í dag. Afhverju. Ja, það má Guð vita. Það hefur ekkert gerst og engar fréttir borist sem réttlæta þessa hækkun. Raunar hefur skynsemi aldrei virkað vel þegar reynt er að meta verðmæti þessa stærsta fjölmiðlafyrirtækis landsins.

Á mánudag var að vísu tilkynnt að Fons hefði aukið hlut sinn í fyrirtækinu í 16% en tilkynningin var orðuð svo:

 
Fons eignarhaldsfélag átti fyrir kaupin 2,44% kr. 83.880.108. Eftir kaup 4,2% kr. 144.680.108. Fons Capital átti fyrir kaupin 8,8 % kr. 303.451.832 Melkot átti fyrir kaupin 0,8 % kr. 26.715.214. Grjóti átti fyrir kaupin 2,2% kr. 74.154.483.  Fons eignarhaldsfélag hf. á Fons Capital, Melkot hf. og Grjóta ehf. Pálmi Haraldsson er meirihlutaeigandi í Fons eignarhaldsfélagi hf.

Nú geta menn velt því fyrir sér afhverju Pálmi Haraldsson ákvað að kaupa fyrir yfir 200 milljónir króna í 365. Ég kann enga skýringu, nema þá að annað hangi á spýtunni sem er alls ótengt 365.

Hitt er svo annað að það sem af er ári hafa hlutabréf í 365 lækkað um 25,7% og það kann að gefa til kynna að kauptækifæri hafi myndast. En þá er vert að hafa í huga að forstjóri félasins helur sagt að auglýsingamarkaðurinn fyrir Fréttablaðið sé erfiður og dreifingarkostnaður hefur hækkað og muni hækka á komandi mánuðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband