Pálmi í Fons stórtækur

Flestir sem fylgjast með íslensku viðskiptalífi hafa gert sér grein fyrir að fjárhagslegur styrkleiki Pálma Haraldssonar, sem yfirleitt er kenndur við Fons, sé mikill. Kaup fjárfestingarfélags hans á stórum hluta á bréfum í FL Group, sem áður voru í eigu Gnúps, vekur upp þær spurningar hvort menn hafi vanmetið styrk Pálma.

Alls keypti  Fons  um 6% hlut í gær en í tilkynningu til Kauphallar kemur ekki fram á hvaða gengi. Hins vegar er greint frá því að Gnúpur hafi selt bréf á genginu 12,10. Þetta þýðir að kaupverð bréfanna sem eignarhaldsfélag Pálma keypti er liðlega 10 milljarðar króna. Ef það reynist rétt að gengið hafi verið 12,10 er ljóst að fyrsti dagurinn var ekki góður því gengi FL í lok dags var 11,32 sem þýðir liðlega 640 milljón króna tap á fjárfestingunni. En auðvitað er Pálmi ekki að tjalda til einnar nætur í þessum efnum.

Pálmi tók tók stöðu í FL í byrjun desember og keypti þá hlutabréf fyrir 10,2 milljarða króna á genginu 16,10 samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar. Miðað við lokagengi í gær var verðmæti þess hlutar um 7,2 milljarðar. Gengistapið er því um 3 milljarðar króna. Þrátt fyrir það hefur Pálmi trú á félaginu og bætir við sig og hefur fjárhagslega burði til þess. Á þessum síðustu og verstu tímum eru ekki margir í stakk búnir til slíkra stórræða.

Pálmi Haraldsson er einn nánasti viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og eiga þeir náið samstarf í mörgum félögum, bæði innlendum og erlendum. Þegar tilkynnt var um "björgunaraðgerðir" með aukningu hlutafjár í FL Group í byrjun desember síðastliðins, kom fram að Baugur myndi leggja til 53,8 milljarða í formi eignarhluta í fasteignafélögum og var miðað við gengið 14,7. Miðað við lokagengi í gær hefur verðmæti eigna Baugs í FL lækkað um tæpa 12,4 milljarða króna á liðlega einum mánuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og nu haekkar granmetid a ollu landinu, blom og avextir sem og matur i samraemi vid tapid. Their tapa aldrei heldur seilast i vasa neytenda a Islandi sem bua vid otta og kverkatak therrara manna! Hvenaer rennur upp fyrir ther ljos um adferdarfraedina sem eg kynnti fyrir ther fyrir 6 arum ?

TM, Glitnir hafa nu baest i peninganamu Palma og Co. En folk er med Bonuspokann yfir hausnum og ser hvorki ne heyrir. Thessi mal koma bara Bonus ekkert vid.

En gott og vel eftir ad vinur thinn Tryggvi Jonsson er farinn thorir thu i thad minnsta ad tja thig um tapid. Hvad med tap Exista, hins Kaupthingsfyrirtaekisins ? Hvenar thorir thu ad tha thig um thad ? Hverjir eru hagsmunir thinir thar. Thid bladamenn thurfid ad haetta ad koma ur felum og haetta ad ganga erinda theirra sem greida ykkur launin. Thid erud ad missa allan truverdugleika reyndar eins og fleiri.

God samantekt hja ther en i hana vantar alla gagnryni.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband