Einar Oddur í kuldanum

Einn mætasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins nær ekki endurkjöri í þingkosningunum í maí ef marka má skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær tvö þingmenn í Norðvesturkjördæmi sem þýðir að Einar Oddur Kristjánsson verður ekki lengur í þingliði flokksins.

Ég er einn þeirra sem hef ekki alltaf verið sammála Einari Oddi, en met hann mikils enda hreinskiptinn og tilbúinn til að segja það sem segja þarf, án þess að huga að vinsældum. Slíkir menn eru ekki of margir á Alþingi.

Þetta kemur ekki á óvart, til að halda Einari Oddi inni hefðu sjálfstæðismenn þurft að stórauka fylgi sitt í kjördæminu.

Annars er það merkilegt hve sjálfstæðismönnum í Norvesturkjördæmi virðist haldast illa á sínum bestu mönnum, en Vilhjálmur Egilsson var hrakinn þaðan með vafasömum hætti í prófkjöri.

Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar, sem kynnt var síðasta miðvikudag, mun Framsókn aðeins fá einn mann kjörinn en Vinstri grænir tvo. Íslandshreyfingin er með innan við 3%, en á það er að líta að framboðslisti í kjördæminu hefur ekki verið kynntur. Formaður Frjálslyndra er inni þrátt fyrir verulegt fylgistap, en flokkurinn var með tvo þingmenn eftir síðustu kosningar. Varaformaðurinn er búinn að flytja sig annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varaformaður Frjálslyndaflokksins heitir Magnús Þór og er þingmaður fyrir suðurkjördæmi en hefur flutt sig til Reykjavíkur. En er sjálfur búsettur á Akranesi.Sigurjón Þórðarson hegranesgoði sem var í öðru sæti á eftir Guðjóni Arnari hefur flutt sig í Norðausturkjördæmi.

Vonandi heyrir Frjálslyndiflokkurinn sögunni til eftir næstu kosningar.

siggi (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband