Guðni og Steingrímur J. eins og óþekkir krakkar aftur í

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svarar því afdráttarlaust í viðtali við Viðskiptablaðið í dag, að ekki hefði komið til greina að mynda vinstri stjórn undir hennar forsæti. Engin heilindi séu á milli Framsóknarflokksins og vinstri grænna.

Í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið spyr Arna Schram Ingibjörgu Sólrúnu hvort ekki hafi verið freistandi að mynda vinstri stjórn undir hennar forsæti með þátttöku vinstri grænn og Framsóknarflokksins. Ingibjörg Sólrún svarar skýrt:

"Nei, ekki miðað við það sem á undan var gengið. Þá er ég að tala um það hvernig þessir aðilar talast við. Engin heilindi eru þarna á milli. Enginn skilningur er á milli þessara tveggja flokka og mjög lítill vilji til að setja sig í spor hvors annars. Einn maður orðaði það svo á fundi Samfylkingarinnar á þriðjudag að hann hefði ekki getað hugsað sé að setja mig í það hlutskipti að vera eins og mamman við stýrið á bílnum með krakkana að slást aftur í."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mömmunni leiddust semsagt óþekku krakkarnir, henti þeim út og nældi sér í smart gæja í staðinn.

En lýsir þetta mikilli ábyrgðartilfinningu?

Jónatan (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 10:33

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Ofangreint álit er í mesta lagi hálfur sannleikur. Ingibjörg Sólrún ætlaði aldrei í vinstri stjórn. Hefur áreiðanlega fengið nóg þegar hún hrökklaðist úr borgarstjórnarstólnum hjá R-listanum sáluga? Umrædd yfirlýsing ber örlítinn keim af hræsni.

Óþarfi af núverandi utanríkisráðherra  að reyna að fara á skjön við sannleikann, að gefa út þessa yfirlýsingu í viðskiptablaðinu.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 25.5.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband