Brenglað gildismat

Gildismat þjóðar, einstaklinga og samfélaga birtist með margvíslegum hætti. Orð og orðanotkun er ein skýrasta birtingarmynd gildismats.

Við lítum á þá sem eldri eru sem þiggjendur og krefjumst þess að greiddar séu sérstakar barnabætur með börnunum, sem við erum svo gæfusöm að eignast.

Um leið og börnin eru komin í heiminn eru þau gerð að bótaþegum, líkt og þau séu þung byrgði sem sett hefur verið á herðar foreldra og samfélagsins alls.  Þess vegna er talið nauðsynlegt að greiða foreldrum sérstakar bótagreiðslur fyrir hvert barn. Barnabætur lýsa undarlegu og röngu gildismati þjóðar.

Í stað þess að fagna hverju barni sem fæðist með því að líta á það sem frjálsan einstakling, teljum við nauðsynlegt að létta aðeins byrgði foreldranna með bótagreiðslum. Börnin eru gerð að annars flokks borgurum í stað þess að lofa þeim að njóta sömu réttinda og aðrir.

Fyrir 18 árin er einstaklingurinn bótaþegi í hugum samfélagsins en eftir það er litið á hann sem sérstakan skattstofn - uppspretta fyrir flóknar millifærslur. Þannig er haldið áfram í nokkra áratugi uns einstaklingurinn er kominn á þann aldur þegar flestir ákveða að setjast í helgan stein eftir gott ævistarf. Þá er aftur farið að líta að viðkomandi sem bagga og þiggjanda frá samfélaginu. Þá er einstaklingurinn kallaður ellilífeyrisþegi, líkt og hann sé að þiggja eitthvað, sem hann hefur ekki unnið fyrir.

Ágætur vinur minn sem er kominn nokkuð yfir sjötugt og rekur sitt fyrirtæki, er argur út í stofnanavæðingu samfélagsins sem hefur brenglað skilning okkar og ruglað heilbrigða skynsemi og viðhorf. Þannig fékk hann yfirlit frá séreignalífeyrissjóði, sem hann hefur greitt í undanfarna áratugi, þar sem hann var titlaður ellilífeyrisþegi. Þannig er öllu snúið á hvolf og lífeyrissjóðurinn er farinn að líta svo á að hann sé að þiggja peninga, sem vinur minn á og hefur lagt til hliðar af sjálfsaflafé.

Þjóðfélag sem lítur á þá sem yngstri eru og þá sem eru eldri og hafa skilað góðu ævistarfi, sem þiggjendur og bótaþega - bagga á okkur hinum - þarf að endurskoða gildismat sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Já væri ekki upplagt að þau fengju frekar skattkort við fæðingu sem við foreldrarnir getum nýtt upp að 18 ára aldri.... Og burt með þessa endalausu tekjutenginu. Það á að borga fólki laun ekki bætur.

Erna Bjarnadóttir, 23.2.2008 kl. 20:03

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

" Börnin eru gerð að annars flokks borgurum í stað þess að lofa þeim að njóta sömu réttinda og aðrir"

Þetta finnst mér nú frekar klaufalega orðað hjá þér. 

Ég lifi á bótum, eða öllu heldur lífeyri,  og lít samt ekki á mig sem annars flokks þegn, þar sem ég borgaði í lífeyrissjóð frá tvítugsaldri og fram yfir fimmtugt, og á þess vegna 100% rétt á þeim lífeyri sem ég fæ úr mínum lífeyrissjóði, sem er alveg þokkaleg upphæð, og TR, sem skerðir sínar bætur vegna þess sem ég fæ frá LR.

Er ekki líka talað um launþega, alveg eins og lífeyrisþega? Þyrfti þá ekki líka að breyta því? 

En mér finnst báðar hugmyndir Ernu athyglisverðar, um að afnema tekjutenginguna og skattafslátt í staðinn fyrir barnabætur.  Miklu betra að fá laun og skattafslátt en bætur - það er ekki skemmtilegt orð.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 00:12

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þarna hefði ég frekar átt að segja í byrjun: auk þess sem ég fæ peninga frá TR, því þeir peningar hafa auðvitað ekkert með það að gera hvort maður hefur greitt í lífeyrissjóð.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 00:15

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Auk þess sem öryrkjar sem aldrei hafa getað stundað vinnu og hafa þess vegna aldrei borgað í lífeyrissjóð, heldur hafa alltaf lifað á örorkulífeyri eru heldur ekki annars flokks borgarar. Því þett var víst álíka klaufalega orðað hjá mér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þar sem öryrjar eiga líka 100% rétt á sínum lífeyri, sem er til kominn vegna vangetu til að stunda venjulega launavinnu, en ekki leti, eins og sumir vilja meina. Þó ef til vill megi finna dæmi um fólk sem fer í kringum kerfið, þar eins og alls staðar annars staðar, og þarf ekki öryrkja til, enda eru þeir alls ekkert öfundsverðir af þeim löglegu tekjum sem ríkið greiðir þeim samkvæmt rétti þeirra. Og sem kallaðar eru tekjur, bæði í tekjumati sem skila þarf inn til TR við mat á ýmsum aðstæðum, og eins á skattframtali.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 00:25

6 identicon

Sæll Ólafur.

Þakka þér þessa grein og svo margar góðar sem komið hafa frá þér.Í einu orði er hægt að segja um þessi kerfi Almannatrygginga og lífeyristrygginga er MEINGALLAð og það sem verra er að enginn af ráðamönnum þjóðarinnar hefur haft MANNDÓM í sér að taka á þessu Ósanngjarna kerfi.Við eigum SKILYRÐISLAUST AÐ VAKA YFIR OG VERNDA þann einstakling sem kemur í þennan heim sem óvinnufær manneskja. Annað er níðingsskapur.Svo er fólk að detta út af vinnumarkaði á öllum aldri af alls kyns ástæðum ÖRYRKJAR til dæmis.Ég er í dag að verða 61 árs og varð öryrki 54 ára gamall.Bara svona hélt ég,en það átti sér langan aðdraganda. Og þá voru 13 ár eftir í eftirlaunin,ja hérna Ég persónulega hef aldrei á æfinni verið í eins mikill niðurlægingu vegna þess kerfis sem ríkið rekur fyrir okkur og fleiri. það er meira enn að segja það maður er nánast" persona non grata". Nú var verið að hækka þá lægst launuðu um 18.þúsund krónur.Við erum ennþá lægri og flest okkar hafa ekki möguleika að afla meiri tekna,ég sagði flest EKKI ALLIR.              NÚ FÁUM VIÐ 5.782.KRÓNUR UM LEIÐ OG HINIR"  LÆGST LAUNUÐU FÁ 18 ÞÚSUND KRÓNUR. TRÚIÐ ÞIÐ ÞESSU?

'EG ÆTLA AÐ BENDA YKKUR Á GÓÐ GREIN EFTIR  Bloggara   jakobk.blog.is.  Þessi  grein heitir" öryrkjar,"    og var innsett í gær þann 23 febrúar2008.                        Góðar stundir, Gott fólk.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 04:03

7 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

tad sem mer finnst einna dapurlegast vid thetta er ad born, lifeyristegar, folk a lagum launum, er skilgreint sem folk sem minna ma sin

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 24.2.2008 kl. 14:48

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Takk fyrir þetta

Orð í tíma töluð.

Miðbæjaríhaldið

Tók ekki við ,,bótum" sem átti að greiða vegna fæðingu barna hans, (man ekki hvað þessar sposlur hétu)

Bjarni Kjartansson, 25.2.2008 kl. 12:16

9 identicon

Sæl Alma.

Hvaða nafn viltu gefa ÞESSU fólki?

Það eru ekki mörg ár síðan ég vann fulla vinnu og meira enn það.Allt í einu ÖRYRKI, ogg tekjur minkuðu um 2/3. Skuldbingar voru á sínum stað.Ég er það gamall að ég veit til hvers þessir sjóðir voru stofnaðir,Almennatryggingar og lífeyrissjóðirnir.Þú gætir orðið næst og hvað þá. Flott rúmar 100.þús á mánuði.   Líst þér ekki vel á það.Ég var 54 þegar ég varð fyrir mínu áfalli ,sennilega af leti eins og svo margir segja um öryrkja!Vænti svars?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband