Björgólfur gafst upp á Króníku

Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Valdimars Birgisson, útgefendur Króníkunnar, áttu ekki annan kost en að semja við útgáfufélag DV um yfirtökuna. Eftir því sem ég kemst næst mun fulltrúi Björgólfs Guðmundssonar, sem fjármagnaði útgáfuna, hafa gert þeim grein fyrir því að frekari fyrirgreiðsla kæmi ekki til greina.

Björgólfur Guðmundsson, annað hvort beint eða í gegnum Landsbankann, var fjárhagslegur bakhjarl Króníkunnar. Hann útvegaði þeim lánsfjármagn til að standa undir útgáfunni fyrstu vikurnar. Sala blaðsins var hins vegar langt undir væntingum og ekkert sem benti til að það myndi breytast.

Í gærmorgun mun Sigríði Dögg og Valdimari hafa verið gerð grein fyrir því af fulltrúa Björgólfs að frekari fyrirgreiðsla kæmi ekki til greina. Það var því ekki í önnur hús að leita en DV. Valdimar var alla tíð mjög spenntur fyrir samstarfi við DV og mun hafa verið í viðræðum við þá eftir að upp úr slitnaði um daginn.

Kaupin á Króníkunni eru annars nokkuð merkileg. Erfitt er að sjá hvaða skynsamleg rök hafa legið að baki því að útgáfufélag DV ákvað að kaupa útgáfuna, en DV hlýtur a.m.k. að hafa tekið yfir Björgólfs-lánið. Vandséð er að það hafi verið nauðsynlegt fyrir DV að losna við blaðið af markaði, enda varla samkeppnisaðili. Hreinn Loftsson stjórnarformaður útgáfufélags DV er að hugsa dýpra en ég næ að skilja.

Eftir því sem ég kemst næst liggur ekki fyrir hversu margir blaðamenn Króníku þekkjast boð um vinnu á DV, en margt hæfileikaríkt fólk var þar innanbúðar. Ef DV var á höttunum eftir góðum starfsmönnum, þá hlýtur yfirtakan á vikublaðinu að teljast með dýrustu aðferðum við ráðningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fólk er greinilega veruleikafyrrt og ævintýrafólk af verstu gerð.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:12

2 identicon

HVENÆR gefst Björgólfur þá upp á West Ham? En það er náttúrlega minna dæmi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband