Misheppnuð markaðsherferð

Ekki verður betur séð en að hin mikla markaðsherferð sem Framtíðarlandið fór í, til að afla undirskrifta undir það sem kallað var Sáttmáli um framtíð Íslands, hafi mistekist. Þegar ég athugaði nú fyrir skömmu höfðu 8.919 einstaklingar skrifað undir á netinu, sem verður að teljast rýr eftirtekja. Það sem af er þessum mánuði hafa aðeins 394 skrifað undir sáttmálann.

Forráðamenn Framtíðarlandsins reyndu með fremur ósmekklegum hætti að stilla þingmönnum upp við vegg. Þeir sem ekki skrifuðu undir voru sagði gráir en hinir grænir. Gefið var í skyn að þeir sem væru ekki tilbúnir til að samþykkja sáttmálann, svokallaða, væru illgarnir gagnvart náttúrunni, skorti framtíðarsýn, leiðinlegir, gráir og guggnir.

Ég fæ ekki betur séð en að aðeins einn stjórnarliði hafi skrifað undir hjá Framtíðarlandinu; Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra.

Fyrir marga stjórnarandstöðuþingmenn hefur örugglega verið erfitt að standast þrýsing a.m.k. fyrir þingmenn Samfylkingarinnar. Ég tek því ofan fyrir þeim sem ekki hafa látið undan:

Helgi Hjörvar

Lúðvík Bergvinsson

Kristján Möller

Jón Gunnarsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Már Barðason

Mér mislíkar þessi flokkun á fólki í grámyglur og græningja og mér finnst það í rauninni hrein ósvífni að leyfa sér að flokka fólk með þessum hætti. Mér finnst bera sífellt meira á alls kyns öfgum í ýmsum málaflokkum, ekki síst þeim sem lúta að umhverfinu, og held að það sé tími til kominn að við áttum okkur á því að til þess að geta haft góða samvisku varðandi skoðanir okkar þurfum við ekki að ansa svona sýndarmennskuflokkun. Að leyfa sér að finna upp svona flokkun á venjulegu fólki - að ekkert sé til annað en þetta tvennt og ekkert þar á milli - er að mínu áliti hrokafull sýndarmennska og ódýrt blöðrublöff. Og hananú.

Helgi Már Barðason, 12.4.2007 kl. 18:27

2 identicon

Það varð margt til að gera þessa mest fjöðrum skreyttu og dýrustu undirskriftarherferð Íslandssögunnar að "floppi".   Í fyrsta lagi þá held ég að kynning málstaðarins hafi verið frekar óaðlaðandi og allt að því hrokafullur, sem fældi venjulegt fólk frá og í öðru lagi þá voru gerð mörg grundvallar mistök í rafrænu markaðsherferðinni.   Greinilega aukvisar þar á ferð.

En þrátt fyrir að þátttakan hafi verið dræm, þá held ég að réttur fjöldi undirskrifta sé í raun mun lægri heldur en gefið er upp, því það var hægt að skrá ógildar kennitölur og marga á hvert tölvupóstfang, þannig að hver sem var gat í raun skráð eins mörg nöfn og honum lysti.   Einhversstaðar las ég á blogginu hér að meðal skráðra væru  t.d. félagarnir Andrés Önd og Mikki Mús.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband