Borgaði alltaf á réttum tíma!!

Hann var fyrirmyndarleigjandi - greiddi húsaleiguna alltaf á réttum tíma og kvartaði aldrei. Sem sagt: Draumur leigusalans.

bbjórdollur

En það var ekki allt sem sýndist. Í átta ár leigði ónefndur maður íbúð í Ogden í Utha ríki í Bandaríkjunum. Þegar hann yfirgaf húsið kom hins vegar í ljós að íbúðin var full af bjórdósum - Coors Light. Talið er að um 70 þúsund dollur hafi fyllt íbúðina, en það þýðir að viðkomandi hafi drukkið 24 dollur á hverjum degi í þau átta ár, sem hann var skilvís leigjandi.

Félagi minn sendi mér þessar myndir og ég stóðst ekki mátið að skella þeim hér inn.

bjórdollur2   bjórdollur3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Maður mér tengdur vann um tíma fyrir útgerðarmann úti á landi. Útgerðarmaðurinn bað hann að skreppa suður í einum sjóðbullandi hvelli og sækja varahlut sem vantaði, hann skyldi bara fara á einkabíl útgerðarmannsins, eðaldrossíu sem yfirleitt enginn annar en hann sjálfur kom upp í, að kalla ný, ekin bara 50 þús. km. Starfsmaðurinn brá skjótt við en ætlaði varla að komast inn í hann fyrir tómum pilsnerdollum og harðfiskroði. Hreinsaði út í nokkra svarta plastpoka, mig minnir hann segja 5. Og þegar hann fór af stað blikkaði smurljósið í hverri beygju. Kvarðinn sýndi enga vélarolíu. Á verkstæði staðarins komu fáeinir dropar niður úr olíupönnunni í seigri slefu kolsvartri, bíllinn var nær olíulaus. Útgerðarmaðurinn varð hvumsa við. Óttalegt drasl er þetta, sagði hann, olíulaus nærri nýr bíllinn! En hvað er þetta maður, helltu þá á hann einhverri olíu og drullaðu þér svo af stað!

-- Svona datt þetta í hug í framhaldi af pistli þínum um draum leigusalans.

Góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 16.1.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband