Hætt við nýskráningar vegna óróa á mörkuðum

Á síðustu tíu árum hafa ekki jafnmörg félög tilkynnt um frestun á nýskráningu hlutabréfa (IPO) en það sem af er þessum mánuði. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar sem segir að alls hafi 24 félög hætt við skráningu í þessum mánuði.

Augljóst er að það er ekki skynsamlegt fyrir eigendur fyrirtækja að stefna að skráningu þeirra við þær aðstæður sem nú eru. Vekur það upp spurningar um hvort ekki kunni að vera rétt af forráðamönnum íslenskra fyrirtækja sem hafa stefnt að skráningu í kauphöll á næstu mánuðum, að hinkra fram eftir ári. Þetta á t.d. við um Símann og Promens, sem bæði stefnu að skráningu á liðnu ári, en frestuðu vegna markaðsaðstæðna. Fátt bendir til að þær aðstæður breytist á næstu vikum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband