Verð á kolum rýkur upp

Búast má við að kol hækki verulega í verði á mörkuðum nú í vikunni vegna minna framboðs. Í Suður-Afríku hefur námum verið lokað tímabundið vegna raforkuleysis og í Ástralíu hefur framleiðsla dregist verulega saman vegna flóða. Þá hafa kínversk stjórnvöld bannað útflutning á kolum í febrúar og mars, til að koma í veg fyrir skort á heimamarkaði. Kína er stærsti kolaframleiðandi heims en um leið stærsti notandi.

Verði vandræði kolavinnslufyrirtækja í Suður-Afríku og Ástralíu langvinn er augljóst að það mun hafa veruleg áhrif á verðið til lengri tíma og hugsanlega einnig á verð á öðrum orkugjöfum. Í Evrópu hækkaði kolaverð um 87% á liðnu ári vegna aukinnar eftirspurnar í kjölfar hækkandi olíu- og gasverðs. Þá hefur Indland stóraukið innflutning á kolum.

Fátt bendir til annars en að verð á eldsneyti, hvaða nafni sem það nefnist, eigi eftir að haldast hátt á komandi mánuðum, þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu. Það ætti kannski að beina augum fjárfesta að fyrirtækjum s.s. kolafyrirtækjum.

Námufyrirtæki hafa ekki lækkað eins mikið í verð og önnur fyrirtæki síðustu vikurnar og raunar hækkuðu hlutabréf í flestum skráðum fyrirtækjum á þessu sviði í Bandaríkjunum verulega í liðinni viku. Consol Energy Inc. (CNX) hækkaði um 22% í síðustu viku en síðustu 12 mánuði hefur félagið hækkað um 117% í verði. Annað félag, Massey Energy (MEE) hækkaði um 21% en síðustu 12 mánuði hafa hlutabréf fyrirtækisins hækkað um 54%.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög skemmtileg og áhugaverð grein. Setur orkumálin í samhengi :)

. (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband