Er ekki rétt að spyrja réttra spurninga?

Í aðdraganda kosninga er ekki úr vegi fyrir fjölmiðlunga að huga að réttum spurningum til frambjóðenda og þá ekki síst til formanna stjórnmálaflokkanna. Ég ætla á komandi dögum að draga fram nokkrar spurningar sem rétt væri að fá svar við.

Byrjun á þremur spurningum.

Steingrímur J. Sigfússon.

Fréttablaðið upplýsingir að þú hafir óskað eftir 300 þúsund króna stuðningi við þinn flokk frá Alcan. Látum það liggja á milli hluta að vinstri grænir lögðust mjög eindregið gegn stækkun álversins í Straumsvík, sem forráðamenn fyrirtækisins segja að sé fyrirtækinu nauðsynleg í harðri samkeppni. En hvernig gengur það upp að óska eftir fjárstuðningi frá Alcan eftir að þú hafði uppi stór orð um þá "ósvinnu" að sama fyrirtæki væri kostunaraðili á Kryddsíld Stöðvar 2?

Geir H. Haarde.

Í drögum að landsfundarályktun segir svo meðal annars:

"Sjálfstæðisflokkurinn vill standa vörð um sjálfstæði bænda á jörðum sínum, þar sem þinglýstar eignaheimildir beri að virða ásamt öllum þeim lögvörðu réttindum, sem jörðunum fylgja."

Hvernig getur landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkt slíka stefnu, eftir harkalega framkomu ríkisvaldsins, með fulltrúum flokksins í fararbroddi, gagnvart bændum í þjóðlendumálum?

Margrét Sverrisdóttir.

Svo virðist sem frambjóðendur Íslandshreyfingarinnar tali ekki sömu tungu í utanríkismálum. Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins vill Íslandshreyfingin sækja þegar um aðild að Evrópusambandinu. Fyrir tæpum fjórum skrifaði þú eftirfarandi:

"Ég vara við þessum þrýstingi og leyfi mér að kalla það landráð ef menn vilja ganga inn í Evrópusambandið eins og staðan er í dag og afhenda valdaklíku stærstu fimm Evrópuþjóðanna fullveldi og sjálfstæði Íslands."

Hefur þú breytt um skoðun, eða er það einn einlæg trú því að það séu landráð að sækja um aðild að Evrópusambandinu?

Vinir mínir á Vefþjóðviljanum hafa rifjað upp grein Margrétar. Á næstu dögum verður haldið áfram að setja fram spurningar sem ætti að leita svara við hjá stjórnmálamönnum. Þeir Vefþjóðviljamenn hafa í gegnum tíðina verið duglegir að benda á misræmi í orðum og sjálfsagt leita ég í smiðju þeirra sem og annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo  má bæta einni spurningu til Geirs Haarde.

Er það eðlilegt að styðja við áframhaldandi sækkun Alcan, fyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að starfsmannafasisma?

siggi (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 17:03

2 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Geir Hilmar var spurður á landsfundinum fyrr í kvöld, af konu úr Borgarnesi, hvort eftirlaunafrumvarpið góða yrði enduskoðað. Konunni fannst frumvarpið arfavitlaust. Geir var ekki sammála fylgismanni sínum, að frumvarpið væri arfavitlaust, hinsvegar hefði verið hlutir í því sem ekki komust til skila. Semsagt hann greiddi sitt atkvæði og samþykkti frumvarpið á sínum tíma.

Það væri sterkur leikur hjá landsfundaraðilum Sjálftæðisflokks að afnema þetta frumvarp núna um helgina, þ.s að það væri sett í stefnuskrá fyrir kosningar. Til þess þyrfti væntanlega að berjast á móti þingmönnunum flokksins. Ég er anzi hræddur um að flokkurinn mundi skora mörg stig með þessari ályktun. 

Hvers vegna þarf ekki að útskýra.

Birgir Guðjónsson, 14.4.2007 kl. 01:34

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Enn má bæta við spurningarnar til Geirs: "Sjáflstæðisflokkurinn gaf eitt kosningaloforð sem var að viðhalda stöðuleikanum, en nú í lok kjörtímabilsins er undir 2% hagvöxt, rúmlega 7% verðbolga og stefnir í hallarekstur ríkisjóðs á næsta ári. Nú er að koma að kosningum aftur; við hverju má búast í lok næsta kjörtímabils ef þið lofið engu um stöðuleikann nú?"

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 14.4.2007 kl. 04:04

4 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Hvernig væri að Siggi upplýsti okkur um starfsmannafasismann hjá Alcan. Hjá sumum skulu 2+2 alltaf verða 5. Hann kannski trúir því að vondir menn stjórni fyrirtækinu og ákveði einn leiðindarigningardaginn að fara nú niður og reka einhvern? Hverjar eru líkurnar á því? Og getur ekki verið að þögn Alcan þegar þeir eru sakaðir um svona nokkuð sé af trúnaði við þá sem eru látnir fara. Er ekki viss um það sjálfur að það þjóni endilega tilgangi þeirra sem látnir eru fara að raunverlegar ástæður séu opinberaðar.

Hún er svo landlæg letin sem verður til þess að menn trúa öllu sem er sett á prent hugsunarlaust. Tölfræðin sýnir að fá fyrirtæki halda lengur í sitt starfsfólk en Alcan. Mjög lítil starfsmannvelta.

Segðu okkur Siggi.

Rögnvaldur Hreiðarsson, 14.4.2007 kl. 21:39

5 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Það má líka spyrja Geir að því hvort hann hafi haft tilætlað gagn af næstsætustu stelpunni eftir ballið, og hvort hann sé á þeirri skoðun að hún hefði samt orðið ólétt, þótt hann hefði ekkert fiktað í henni? Svo má bæta við hvernig hann gerði ráð fyrir að upplýsingar um hans útlenda faðerni gögnuðust í umræðum um innflytjendamál í sjónvarpinu um daginn?

Jón Þór Bjarnason, 15.4.2007 kl. 15:58

6 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Snilld

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband