Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Niðurlægjum konur
Ótrúlega er það góð hugmynd hjá viðskiptaráðherra að sett verði lög um það hvernig hlutafélög kjósa í stjórnir. Líklega er það farsælast fyrir íslensk fyrirtæki að afnema lýðræði á hluthafafundum og örugglega er það best í jafnréttisbaráttunni að neyða menn til að kjós ekki þann besta heldur eftir kyni. Frekar þann versta en þann næstbesta sagði Snæfríður.
Næst verður auðvitað gerð krafa um að við norðanmenn fáum okkar hlutdeild í stjórnum fyrirtækja sem og Ísfirðingar (það er ekki nauðsynlegt að fólk að austan fái að fylgja með, þar sem Austfirðingar fengu álver). Auðvitað er eðlilegt að KR fái fulltrúa í stjórnum helstu hlutafélaga, enda í minnihluta meðal áhagenda íslenskra íþróttafélaga. Það er einnig eðlilega að viðskiptaráðherra hgi að nýbúum þegar hann leggur fram frumvarp sitt til laga.
Kynjakvóti er niðurlægjandi og ég þekki enga konu sem er fylgjandi opinberum tilskipunum í þeim efnum. Það kann að vera að það hafi gengið hægt á undanförnum árum, en ég er sannfærður um að að komandi árum muni hlutur kvenna í stjórnum íslenskra fyrirtækja stóraukast - ekki vegna tilskipana hins opinbera heldur vegna þess að fyrirtækin leita að hæfustu einstaklingunum til að styrkja samkeppnishæfni sína. Hlutafélög sem skipulega ganga gegn konum munu verða undir í samkeppninni.
Viðskiptaráðherra er því á villigötum þegar hann telur að setja eigi lög af þessu tagi.. Hann misskilur hlutverk sitt.
Kynjakvóti bundinn í lög? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Hlutabréf: Ekki alltaf besta fjárfestingin
Ef þú réðst í að kaupa hlutabréf í FL Group fyrir einu ári hefur þú orðið fyrir verulegu fjárhagslegu áfalli. Verðmæti bréfanna hefur minnkað um nær 62%. Til þess að vinna upp tapið þurfa hlutabréf félagsins að hækka um 161,5%. Svipaða sögu er að segja um bréf Exista. Þau þurfa að hækka um 82% til þess að þú standir uppi án skaða. (Hér miða ég við upplýsingar um gengi hlutabréfa sem birtist á mbl.is)
Á síðustu árum hafa hlutabréf verið einstaklega góður kostur og margir fengið ofbirtu í augun og gengið hraðar um gleðinnar dyr en eðlilegt getur talist. Síðustu mánuði liðins árs gjörbreyttist ástandið.
Margir sem setja fjármuni í hlutabréf gera sér ekki grein fyrir að til þess að vinna upp tap á hlutabréfum þurfa þau að hækka hlutfallslega mun meira en nam lækkuninni. Lækki hlutabréf um 50% frá því að þau voru keypt þurfa þau að hækka aftur um 100% til að ekki verði tap á fjárfestingunni.
Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir íslenskan hlutabréfamarkað líkt og markaði fyrir hlutabréf í öðrum löndum. Þegar aðstæður eru erfiðar er nauðsynlegt fyrir einstaklinga sem hafa lagt fjármuni í hlutabréf að bregðast við. Margir ráðgjafar ráðleggja fólki að selja hlutabréf ef þau lækka um 7-10% frá kaupverði. Á síðustu árum hafa íslenskir fjárfestar ekki þurft að huga að slíkum reglum. En síðasta misseri hefur neytt þá til að tileinka sér einhverja reglu um að lágmarka tapið.
Hvað þurfa hlutabréf að hækka?
Hér er stutt yfirlit yfirlit yfir hvað hlutabréf sem mest hafa fallið í verði síðustu 12 mánuði, þurfa að hækka til að eigendur þeirra séu jafnsettir:
Félag | Þurfa að hækka |
FL Group hf. | 161,5% |
365 hf. | 117,2% |
Icelandic Group | 110,4% |
Exista hf. | 82,0% |
Flaga group | 70,8% |
Annars er hér tafla sem getur hjálpað einhverjum að átta sig á samhengi lækkunar og núllpunktsins, þ.e. hvað hlutabréf þarf að hækkað mikið eftir lækkun þannig að fjárfestir tapi ekki á fjárfestingunni.
Lækkun | Núllpunktur |
-5,00% | 5,26% |
-10,00% | 11,11% |
-15,00% | 17,65% |
-20,00% | 25,00% |
-25,00% | 33,33% |
-30,00% | 42,86% |
-35,00% | 53,85% |
-40,00% | 66,67% |
-45,00% | 81,82% |
-50,00% | 100,00% |
-55,00% | 122,22% |
-60,00% | 150,00% |
-65,00% | 185,71% |
-70,00% | 233,33% |
-75,00% | 300,00% |
-80,00% | 400,00% |
-85,00% | 566,67% |
-90,00% | 900,00% |
-95,00% | 1900,00% |
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Jón Ásgeir í BusinessWeek
Bandaríska viðskiptatímaritið BusinessWeek veltir því fyrir sér í gær hvort Baugur, undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, muni reyna yfirtöku á Saks verslunarkeðjunni í Bandaríkjunum. Baugur á þegar 8,5% hlutafjár í Saks.
BusinessWeek bendir á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Baugur hafi reynt að ná fótfestu í Bandaríkjunum og rifjast upp kaupin á Bill's Dollar Stores, sem Jón Ásgeir viðurkennir að hafi verið mistök, enda tapaði Baugur nokkrum milljörðum króna á því. Blaðið telur öðru máli gegni um Saks. Bent er á að Baugur fari yfirleitt í skuldsetta yfirtöku en fái stjórnendur í lið með sér.
Baugur hefur raunar tilkynnt bandaríska fjármálaeftirlitinu að félagið íhugi að gera yfirtökutilboð í Saks ásamt Landmark, smásölufyrirtæki í Dubai.
Umfjöllun BusinessWeek er mjög jákvæð í garð Jóns Ásgeirs en blaðið kemst þó ekki hjá því að benda á málaferlin gegn honum.
Saks rekur þrjár keðjur verslana:
Saks Fifth Avenue, sem leggur áherslu á hágæða og dýrar vörur fyrir konur og karla, er með 54 verslanir.
OFF Fifth er keðja 49 verslana með afsláttarvörum
Club Lilly Lu er keðja 90 verslana sem þjónar stúlkum á aldrinum 6-12 ára.
Hlutabréf í Saks voru við lok markaðar í gær á 18,46 dollara á hlut sem er sama verð og fyrir 12 mánuðum. Síðustu fjórar vikur hefur gengi bréfanna hækkað um 4%. Á síðustu 12 mánuðum hefur gengi bréfanna farið hæst í 23,25 dollara.
Stofnanafjárfestar eru langstærstu hluthafar í Saks en búsist er við að hagnaður á hlut verði 0,42 dollarar á hlut á þessu reikningsári sem er veruleg hækkun frá fyrra ári. Tekjur Saks hafa hækkað um 14-18% á síðustu þremur ársfjórðungum miðað við sama tímabil fyrir ári. Hagnaður hefur hins vegar aukist mun meira.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Borgið sjálf
Eitthvað segir mér að undirskriftasöfnun til að mótmæla niðurrifi á þessu hrörlega húsi, sem síðustu ár hefur þjónað sem skemmtistaður, sé ekki sú síðasta sem Ólafur F. Magnússon á eftir að fá í hendurnar.
Húsafriðunarmál í Reykjavík eru að snúast upp í sirkus og því er kannski tilefni til að friða þetta furðulega niðurnídda hús við Klapparstíginn.
Yfir 2.000 manns rituðu nöfn sín á skjal í viðleiti sinni að bjarga húsinu, en ég átta mig ekki á því hvort fólki þykir vænt um veitingastaðinn eða húsið. Engum virðist hafa komið til hugar að fara í eigin vasa í stað þess að rjúka á fund borgarstjóra í þeirri von að hann tæki upp tékkhefti borgarsjóðs.
Ef þessum liðlega tvö þúsund áhugamönnum um friðun Klapparstígs 30 er einhver alvara ættu þeir að vera tilbúnir til að standa sjálfir straum af þeim kostnaði. Hlutafélag með tvö þúsund hluthöfum er ekki svo fámennt - gæti raunar orðið öflugt.
Er ekki kominn tími til þess að fólk hætti að leita alltaf undir pilsfald hins opinbera og taki sjálft upp veskið? Er ekki kominn tími til að fámennir hópar fjármagni sín áhugamál sjálfir í stað þess að neyða almenning til að greiða reikninginn?
Niðurrifi mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Óvild milli Obama og Clinton eykst stöðugt
Harkan í kosningabaráttu frambjóðenda í forkosningum demókrata í Bandaríkjunum eykst stöðugt. Persónuleg óvild sem ríkir milli Hillary Clinton og Barack Obama er greinileg og fer vaxandi. Hver svo sem útslitin verða á endanum er hætta á því að harkan og óvildin hafi veruleg áhrif á möguleika demókrata á að endurheimta Hvíta húsið eftir átta ára útlegð.
Í síðustu viku fóru fram kappræður fyrir forkosningarnar í Suður Karolínu, sem Obama vann, og var þeim sjónvarpað á CNN. Hnútukastið sem var á milli Clinton og Obama var magnað - maður finnur kalann sem er á milli þeirra tveggja.
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Farið hefur fé betra
Engum ætti að koma á óvart að John Edwards hafi tekið ákvörðun um að hætta við framboð - hann átti aldrei möguleika. Fáir frambjóðendur hafa reynst meiri pólitískir tækifærissinnar en John Edwards og er þó hópurinn nokkuð fjölmennur í bandarískum stjórnmálum.
Edwards var öldungadeildarþingmaður í aðeins eitt kjörtímabil en sem frambjóðandi hefur hann ekki viljað kannast við skoðanir sínar frá þeim tíma og hegðað sér eins og óspjölluð pólitísk meyja. Þetta skynja kjósendur demókrata, jafnt til hægri og vinstri.
Russ Feingold, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Wisconsin, hefur fram til þessa ekki lýst yfir stuðningi við neinn frambjóðanda en hann hafði skömm á John Edwards. Í yfirheyrslu við Post-Crescentí Appelton, Wisconsin, 17. janúar síðastliðinn talaði hann hreint út um frambjóðandann fyrrverandi:
"The one that is the most problematic is (John) Edwards, who voted for the Patriot Act, campaigns against it. Voted for No Child Left Behind, campaigns against it. Voted for the China trade deal, campaigns against it. Voted for the Iraq war He uses my voting record exactly as his platform, even though he had the opposite voting record.
When you had the opportunity to vote a certain way in the Senate and you didn't, and obviously there are times when you make a mistake, the notion that you sort of vote one way when you're playing the game in Washington and another way when you're running for president, there's some of that going on."
Feingold er einn harðasti gagnrýnandi ríkisstjórnar Bush og var orðaður við forsetaframboð fyrir nokkrum misserum.
Edwards hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Beðið eftir bandaríska seðlabankanum
Helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu strax þegar hlutabréfamarkaðir opnuðu í Bandaríkjunum kl. 14:30 að íslenskum tíma. S&P 500 lækkaði strax um 7 punkta (0,5% lækkun)og Nasdaq Composite fór niður um nær 11 punkta (um 0,5%). Dow Jones Idustrial vísitalan er nær óbreytt.
Fjármálamarkaðir bíða eftir ákvörðun bandaríska seðlabankans um stýrivexti. Ákvörðun bankans verður gerð opinber kl. 19:15 að íslenskum tíma (kl. 14:15 að staðartíma). Flestir eiga von á að bankinn lækki vexti um 50 punkta - færri reikna með 25 punkta lækkun. Gangi lækkunin eftir er það í annað skipti á tæpum tveimur vikum sem seðlabankinn lækkar vexti, en 21. janúar lækkaði bankinn vexti óvænt um 75 punta. Bankinn hefur ekki lækkað stýrivexti jafnhratt í meira en aldarfjórðung.
Helstu vísitölur hækkuðu í gær eða frá 0,3% til 0,8% vegna væntinga um vaxtalækkun.
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Erlendir fjölmiðlar um Kaupþing og NIBC
Erlendir fjölmiðlar fjalla nokkuð ítarlega um tíðindin af Kaupþingi og NIBC. Hér eru linkar á nokkrar fréttir:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Yfir 17% hækkun á einni viku
Eins og búast mátti við hafa hlutabréf Kaupþings hækkað í verði nú í morgun eftir að tilkynnt var um að hætt væri við yfirtökuna á hollenska bankanum NIBC.
Gengi hlutabréfa Kaupþings hafa hækkað um ær 17,2% á einnig viku en í lok miðvikudags í síðustu viku var gengið bréfanna 682 krónur á hlut. Þegar þetta er skrifað er gengið að sveiflast í kringum 800. Gengi bréfanna er þó enn undir því sem það var í ársbyrjun eða liðlega 9%.
Hlutabréf hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Vonbrigði - en hlutabréf Kaupþings munu hækka
Það er ákveðið áfall fyrir Kaupþing, helstu stjórnendur og hluthafa, að yfirtakan á NIBC hafi ekki gengið eftir. Flest bendir þó til að ákvörðun um að hætta við yfirtökuna sé skynsamleg en hlutabréf í Kaupþingi hafa hækkað töluvert í sænsku kauphöllinni nú í morgun. Búast má við verulegri hækkun hlutabréfa Kaupþing hér á landi þegar opnað verður fyrir viðskipti.
Eitt það versta sem fjármálafyrirtæki glímir við er óvissa og sú óvissa sem verið hefur um yfirtökuna á hollenska bankanum hefur verið Kaupþingi erfið. Nú er þeirri óvissu eytt og því má t.d. búast við að skuldaálag Kaupþings muni lækka verulega á komandi dögum og það aftur hefur áhrif á afkomu bankans.
Uppgangur Kaupþings hefur verið ævintýri líkast á síðustu árum. Nú segjast forráðamenn bankans ætla að einbeita sér að innri vexti bankans. Slíkt er skynsamlegt eftir hraðan vöxt. Ytri aðstæður komu í veg fyrir að yfirtakan gengi eftir, en hugsanlegt er að leiðir Kaupþings og NIBC liggi aftur saman þegar ró kemst yfir alþjóðlega fjármálamarkaði, enda menn búnir að vinna heimavinnuna.
Ljóst er að ef yfirtakan hefði gengið eftir hefðu opinberir aðilar ekki getað staðið í vegi fyrir því að Kaupþing tæki upp evru sem starfrækslumynt bankans. Spurning hvað gerist nú. Hluthafar bankans kunna að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort rétt sé að flytja höfuðstöðvar bankans til London eða jafnvel Kaupmannahafnar, þar sem umsvif bankans eru mikil.
Hætt við yfirtöku á NIBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |