Miðvikudagur, 9. janúar 2008
Taugaveiklunin heldur áfram
Greinilegt að taugaveiklun einkennir íslenskan hlutabréfamarkað, líkt og segja má um fleiri markaði. Þegar þetta er skrifað hefur ekki eitt einasta hlutafélag hækkað í verði í morgun. Mikil lækkun á gengi Exista, FL Group, og SPRON heldur áfram.
Gengi bréfa Exista er nú um 65% lægra en það var hæst í júlí á síðasta ári. Verðmæti FL Group er nær þrisvar sinnum lægra nú en fyrir tæpum ári þegar gengi bréfa félagsins fó3 í 33,20.
Fjárfestar ættu því enn að fylgjast með því kauptækifærin fara að myndast.
Miðvikudagur, 9. janúar 2008
Kauptækifæri að myndast
Nú þegar fimm viðskiptadagar eru að baki í OMX Kauphöllinni hefur ekkert félag hækkað í verði. Þvert á móti virðist sem gengi hlutabréfa margra félaga sé í frjálsu falli. Samkvæmt yfirliti M5.is hefur gengi fjögurra félaga fallið um meira en 10% og hlutabréf níu félaga til viðbótar hafa lækkað um 5-10% frá því viðskipti hófust á nýju ári.
Það er því ekki furða þó það hrikti í jafnvel traustustu stoðum. En það er óþarfi fyrir alla að fara af taugum, því greinilegt er að það eru að myndast ákveðin kauptækifæri á íslenska markaðinum, ekki síst fyrir þá sem hafa forðast skuldsetningu í hlutabréfaviðskiptum.
Á niðurleið | ||
Hlutafélag | Gengi í lok dags | Breyting frá áramótum |
Exista hf. | 15,75 | -20,25% |
FL Group hf. | 12,39 | -14,55% |
Kaupthing Bank | 773,00 | -12,16% |
SPRON hf. | 7,96 | -12,14% |
Icelandic Group hf. | 4,64 | -9,90% |
Straumur-Burðarás | 13,69 | -9,34% |
Landsbanki Íslands | 32,20 | -9,04% |
Bakkavör Group hf. | 52,90 | -8,79% |
Century Aluminum Company | 3075,00 | -8,21% |
Føroya Banki P/F | 158,00 | -8,14% |
P/F Atlantic Petroleum | 1882,00 | -7,52% |
Glitnir banki hf. | 20,55 | -6,38% |
365 hf | 2,00 | -5,21% |
Frá því að gengi hlutabréf Exista fór hæst í liðlega 40 krónur á hlut í júlí á liðnu ári hefur gengið lækkað um liðlega 60%. Hlutabréfum FL Group hefur vegnað enn verr, en hæst fóru bréfin í 33,20 krónur á hlut í febrúar fyrir tæpu ári og hafa því lækkað um 63%.
Gengi bréfa Kaupþings fóru hæst í 1281 krónu á hlut á sama tíma og Exista. Frá þeim tíma hafa bréfin lækkað um nær 40%.
Hluthöfum í SPRON hefur ekki vegnað vel á markaði frá því að hlutabréfin voru skráð en meira en helmingur af verðmæti þeirra hefur gufað upp.
En lækkun undanfarinna vikna er tilefni fyrir fjárfesta að huga vel að samsetningu eignasafns en þó ekki síður huga að því hvort ekki sé komið að því að huga að kaupum á hlutabréfum í fjármálafyrirtækjunum.
Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Fjárfestingarsamningur við Egypta í höfn - loksins
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem ætlar sér að verða sérstakur sáttasemjari milli gyðinga og palestínumanna, hefur loksins undirritað fjárfestingarsamning milli Íslands og Egyptalands. Ég hef að vísu ekki hugmynd um hvað felst í þessum samningi en hann hlýtur að gjörbreyta aðstæðum íslenskra athafnamanna í landi faraóa.
Eftirfarandi fréttatilkynning er á vef utanríkisráðuneytisins:
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 6/2008
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, undirritaði í dag í Kaíró gagnkvæman fjárfestingasamning Íslands og Egyptalands. Samningurinn er gerður í framhaldi af fríverslunarsamningi EFTA og Egyptalands sem gekk í gildi 1. ágúst 2007 eftir um 10 ára samningaviðræður.
Utanríkisráðherra hefur hefur í dag hitt að máli Mohamed Rashid viðskipta- og iðnaðarráðherra og Mahmoud Mohieddin fjárfestingaráðherra og situr fund og kvöldverð með Ahmed Abdoul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Nýtt blóð er nauðsynlegt
Það virðist í tísku hjá öllum sem sækja um opinber embætti en fá ekki að hrópa á torgum um óréttlæti. Skipanir ráðherra eru kærðar út og suður, til jafnréttisráðs, umboðsmanns Alþingis og jafnvel dómstóla. Með öllum ráðum er allt gert tortryggilegt.
Ég er ekki í aðstöðu til að meta hæfileika þeirra sem sóttust eftir stöðu orkumálastjóra. En eitthvað segir mér að fyrir ríkisstofnun sé gott, a.m.k. af og til, að fá nýtt blóð, nýja hugsun og nýja sýn á það sem gert er. Það er einnig út í hött að líta svo á að þeir sem sitja fyrir í góðum stöðum í ríkisstofnunum gangi sjálfkrafa fyrir þegar ráðið er æðstu stöðu viðkomandi stofnunar. Ef svo væri því í ósköpum ætti að vera með þann leik að auglýsa stöður og láta sem aðrir en þeir innvígðu komi til greina.
Félagi Össur virðist standa traustum fótum við ráðningu Guðna A. Jóhannessonar sem orkumálastjóra. Hitt er svo eðlilegt að ráðherrar rökstyðji ráðningar af þessu tagi og raunar ætti það að vera ófrávíkjanleg regla og í samræmi við opna stjórnsýslu.
Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, aðstoðarorkumálastjóri, er ósátt við rökstuðning ráðherra og segist ætla að leita til umboðsmanns Alþingis. Miðað við það sem hún hefur látið hafa eftir sér hafa í fjölmiðlum er hún á þeirri skoðun að óþarfi hafi verið að auglýsa stöðuna, lögum samkvæmt, þar sem staðan var hennar með réttu.
Þannig reyna embættismenn að slá eign sinni á opinber fyrirtæki og stofnanir.
Segir Guðna hafa sterka framtíðarsýn fyrir Orkustofnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. janúar 2008
Sjónarspil viðskiptaráðherra
Mikið hljóta forráðamenn fyrirtækja að vera ánægðir með að viðskiptaráðherra skuli banna þeim að rukka með beinu hætti kostnað sem þeir verða fyrir við innheimtu viðskiptakrafna. Og mikið hlýtur viðskiptaráðherra að vera ánægður með að hafa fundið leið til að "lækka" kostnað neytenda.
Allt er þetta mikið sjónarspil og hannað af ímyndarsérfræðingum. Fyrirtæki sem leggja svokölluð seðilgjöld á viðskiptavini sína eru í raun ekki að gera annað en að tryggja að kostnaður sem þau verða fyrir sé lagður á þá sem hann eiga að bera en ekki aðra. Ef einhver heldur að bann við að innheimta seðilgjöld sé til hagsbóta fyrir neytendur, þá veður sá hinn sami villu og reyk. Til að standa undir kostnaði við innheimtu viðskiptakrafna neyðast fyrirtæki til að velta kostnaðinum yfir á neytendur og þá ekki síst þá sem hingað til hafa ekki greitt seðilgjöld.
Þetta er neytendavernd sem bragð er að.
Seðilgjöld heyri sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. janúar 2008
Ridley Scott gerir kvikmynd um leiðtogafundinn í Höfða
Ridley Scott, einn besti kvikmyndaleikstjórinn nútímans, hefur tilkynnt að hann muni gera kvikmynd um leiðtogafundinn í Höfða. Fundur Mikhails Gorbachev og Ronalds Regan markaði eins og flestir vita enda Kaldastríðsins.
Ég hef ekki rekist á þessa frétt í íslenskum fjölmiðlum, en hér að neðan er fréttin öll:
WASHINGTON, Jan. 7 /PRNewswire-USNewswire/ -- Academy Award Nominated Director Ridley Scott today announced his company, Scott Free Productions, will team up with a group of entertainment and political veterans on a film project about the now famous Summit at Reykjavik which marked the beginning of the end of the Cold War.
The full length motion picture will capture the drama that surrounded the 1986 Summit which eventually led to Ronald Reagans historic demand of Mikhail Gorbachev to tear down this wall. The film will also for the first time provide an inside perspective into the two world leaders who set into motion irreversible events that culminated in the elimination of an entire class of nuclear weapons, the collapse of the Soviet Union and the end of the Cold War.
Ridley Scott is considered one of the worlds leading directors. He is as a three-time Academy Award nominated director for Black Hawk Down (2002), which won two Oscars; for the epic adventure Gladiator (2001), his dramatic evocation of ancient Rome that grossed over $800 million worldwide and won five Oscars; and Thelma and Louise (1992), the feminist American road trip film that starred Susan Sarandon and Geena Davis. His most recent film, American Gangster, starring Denzel Washington and Russell Crowe has received critical acclaim as one of the best movies of 2007.
Scott Frees producing partner is Emmy-nominated producer Mark Sennet, co-creator of HBOs acclaimed political drama K Street. Sennet is currently in production of Clandestine," James Elroys prequel to "LA Confidential."
Joining the group as Executive Producers are Jere Sullivan, European Vice Chairman for Edelman, the worlds largest independent communications firm and Ken Adelman, foreign policy expert and part of the negotiating team for Ronald Reagan in Reykjavik. Also Executive Producing is venture capitalist Craig Sheftell, of Fallbrook Capital who will manage all fund raising aspects of the project.
This is an exciting project, because it will capture a defining historic moment by setting in motion the events that ended the Cold War, said Ridley Scott. It will also offer a unique insight into the two men -- Ronald Reagan and Mikhail Gorbachev -- who were center stage on that cold, rainy October weekend in Iceland.
Currently the team is interviewing a number of recognized and accomplished writers to finalize the screenplay and is in discussion with directors, including Scott, to direct the movie in 2008.
The drama surrounding the high stakes negotiations at the Reykjavik Summit ranged from the ridiculous to the sublime -- from the antics of the KGB and CIA in the basement of the Hofti House where the summit took place to the all night, often heated, negotiation sessions between the Americans and the Russians.
As an arms control negotiator working directly with Ronald Reagan, I was given the unique opportunity to participate in a historic moment which was truly exhilarating, said Ken Adelman. But perhaps most rewarding was the first hand perspective I was provided of the Presidents conviction to rid the world of nuclear weapons and his total commitment to ending the Cold War.
Current plans are to begin production of the film in mid 2008 with completion by years end.
Sunnudagur, 30. desember 2007
Afnám tekjuskatts af almennum launatekjum
Fyrir tæpum 30 árum hafði Sjálfstæðisflokkurinn það á stefnuskrá sinni að afnema tekjuskatt af almennum launatekjum. Tekjuskatturinn stendur óhaggaður þó skattprósentan hafi verið lækkuð verulega á undanförnum árum. Margir telja það óraunhæft að stefna að afnámi tekjuskatts einstaklinga enda mun skatturinn skila ríkissjóði um 93,5 milljörðum króna á komandi ári samkvæmt fjárlögum. Afnám tekjuskatts einstaklinga af almennum launatekjum er þó langt frá því að vera jafnfjarlæg og í fyrstu virðist.
Frá árinu 2000 hafa útgjöld ríkissjóðs hækkað um 205 milljarða króna (tvöfaldast). Fjárlög 2008 gera ráð fyrir að ríkisútgjöld nemi alls 434 milljörðum króna en samkvæmt ríkisreikningi námu þau 229 milljörðum árið 2000. Miðað við þróun vísitölu neysluverðs námu útgjöldin um 314 milljörðum króna á meðalverðlagi yfirstandandi árs. Þetta þýðir að á föstu verðlagi hafa útgjöld hækkað um 120 milljarða.
Hver fjögurra manna fjölskylda er því að bera um 1,5 milljón króna aukin útgjöld á föstu verði árið 2008 miðað við aldamótaárið. Þetta þýðir liðlega 128 þúsund krónur að meðaltali í hverjum mánuði. (Skattgreiðendur ættu kannski að hugleiða hvort þjónusta ríkisins hafi batnað sem þessu nemur).
Fjárlög fyrir næsta ár gera ráð fyrir að tekjuskattur einstaklinga nemi alls 93,5 milljörðum, eins og áður segir. Með öðrum orðum: Ef stigið hefði verið á bremsuna í þróun ríkisútgjalda hefði verið hægt að afmena tekjuskatt einstaklinga og raunar gott betur því nær 27 milljarðar króna hefðu staðið eftir að raunvirði.
Eins og haldið hefur verið fram hér hefur mikill vöxtur tekna ríkissjóðs, vegna efnahagslegrar uppsveiflu, orðið til þess að lausung einkennir stjórn ríkisfjármála og raunar opinberra fjármála í heild sinni. Ég fæ því ekki betur séð en að það hefði verið efnahagslega skynsamlegt að afnema tekjuskattinn, minnka þar með tekjuauka ríkissjóðs sem aftur hefði kallað á aukið afhald og ráðdeild í ríkisrekstri.
Það er einnig augljóst að hægt hefði verið að taka upp einfaldan flatan 10% skatt á launatekjur t.d. yfir 500 þúsund krónur. Þar með væri enginn greinarmunur gerður á uppruna tekna einstaklinga en ríkissjóður hefði haldið eftir verulegum tekjum, sem aftur hefðu hins vegar verið notaðar í hítina.
Laugardagur, 29. desember 2007
Boðið upp á töfralausnir
Umræða um íslensku krónunnar og framtíð hennar hefur fengið byr undir vængi á síðustu dögum ársins, eftir ummæli Björgólfs Thors Björgólfssonar í viðtali við tímarit Viðskiptablaðsins og síðar í skemmtilegu viðtali í Kastljósi. Björgólfur Thor er sannfærður um að nauðsynlegt sé fyrir íslenskt efnahagslíf að innleiða erlendan gjaldmiðil í stað krónunnar, - evruna eða hugsanlega svissneskan franka.
Jafnvel Framsóknarflokkur Guðna Ágústssonar ætlar að skoða stöðu krónunnar, eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir Guðni: "Það verður verkefni flokksins að ræða þetta pólitískt, og fara yfir alla möguleika." Leiðtogi framsóknarmanna vill samhliða skoða samstarf við aðrar þjóðir, hvað svo sem það nú þýðir.
Íslenskir athafnamenn virðist í auknu mæli hafa vantrú á íslensku krónunni og þá ekki síst þeir sem standa fremstir í útrás íslenskra fyrirtækja. Þessi vantrú er á margan hátt skiljanleg en markeruð af viðskiptalegum hagsmunum.
Það er mikil einföldun að ræða um framtíð krónunnar og gefa í skyn að með því að kasta henni fyrir annan gjaldmiðil leysist flest vandamál sem við glímum við hér á landi. Peningastefna Seðlabanka Evrópu markast ekki af efnahagslegum veruleika hér á Íslandi, frekar en peningastefna annarra seðlabanka. Lausung í opinberum fjármálum hér á landi, (sem ég hef oftar en einu sinni gert að umtalsefni), heldur áfram þó krónunni verði fórnað. Ég skil ekki hvernig einhverjum dettur í hug að taka upp lágvaxtamynt í stað krónunnar samhliða því ístöðuleysi sem einkennir fjármál opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga. Slíkt er eins og að reyna að svökkva eld með olíu.
Áður en hægt er að ræða af einhverri alvöru um kosti þess og galla að taka um annan gjaldmiðil en krónuna verða menn að vinna heimavinnuna. Frá árinu 2000 hafa útgjöld ríkisins hækkað um 90% og á komandi ári stefnir ríkisstjórnin að því að auka útgjöld um nær 45 þúsund milljónir króna.
Íslenskir athafnamenn sem hafa áhyggjur af krónunni ættu því að beina athyglinni að undirliggjandi vanda og taka þátt í að leita lausna. Framsóknarmenn gerðu einnig best í því að hugleiða hvort útþensla ríkisútgjalda í valdatíð þeirra hafi verið til góðs.
Fimmtudagur, 27. desember 2007
Björgólfur Thor vill ekki Evrópusambandið
Björgólfur Thor Björgólfsson hefur ekki trú á gildi þess fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Hann telur að aðild að sambandinu muni takmarka möguleika Íslendinga. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali í glæsilegu tímariti Viðskiptablaðsins - Áramót - sem kom út í dag. Viðskiptablaðið hefur valið Björgólf Thor viðskiptamann ársins 2007.
"Ég tel að það myndi takmarka okkur," segir Björgólfur Thor aðspurður um hvort hann hafi ekki trú á inngöngu í Evrópusambandið. "Við eigum að halda í þann sveigjanleika sem við höfum í dag. Við erum með margvíslega fríverslunarsamninga og við höfum möguleika á því að verða fjármálamiðstöð til langs tíma eins og margoft hefur verið talað um. Þannig getum við tekið við af Lúxemborg og Ermasundseyjunum, kjósum við svo. Það gerist hins vegar ekki ef við erum komnir í ESB."
Því hefur verið haldið fram í umræðum að atvinnulífið kalli eftir aðild að Evrópusambandinu. Orð Björgólfs Thors sýna hins vegar að sú staðhæfing á ekki við rök að styðjast. En Björgólfur Thor er fullur efasemda um stöðu íslensku krónunnar og hann telur að leita eigi annarra leiða: "Ég er mótfallinn því að Íslendingar gangi inn í Evrópusambandið, en ég tel að við verðum að taka upp mynt sem er stöðugri og sveigjanlegri til að mæta því alþjóðlega viðskiptaumhverfi sem við störfum nú í."
Miðvikudagur, 26. desember 2007
Árið gert upp
Nú þegar síðustu dagar ársins renna upp er ekki úr vegi að líta yfir árið. Tók saman smá lista yfir það sem merkast er og á eftir að bæta við hann eftir því sem nær dregur áramótum. (Ábendingar eru vel þegnar).
Flugmaður ársins: Hannes Smárason, sem nú hefur verið kyrrsettur.
Hefnd ársins: Alfreð Þorsteinsson náði íhaldinu með því að sannfæra Björn Inga Hrafnsson um að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
Endurvinnsla ársins: Sjónvarpið. Sama fólkið í öllum þáttum, hvort heldur er í skemmtiþáttum, spurningakeppnum, umræðuþáttum, bókmenntaþáttum eða fréttum. Aðeins íþróttafréttamennirnir hafa ekki verið endurunnir.
Björgun ársins: Jón Ásgeir Jóhannesson skar Hannes Smárason niður úr snörunni, en náði um leið undirtökunum í Glitni og TM.
Fjárfestir ársins: Bjarni Ármannsson.
Klúður ársins:Reykjavik Energy Invest (REI) og sameiningin við Geysi Green Energy.
Kaupréttur ársins:Kaupréttarsamningar lykilsstarfsmanna REI sem nú virðist minna virði en pappírinn.
Viðskiptahugmynd ársins:Sameining REI og Geysis Green Energy, sem átti að bjarga FL Group og tryggja Hannes í stóli forstjóra.
Bloggari ársins: Össur Skarphéðinsson á næturnar.
Næturhrafn ársins: Össur Skarphéðinsson.
Hryggbrot ársins: Þjóðin hafnaði Ómari Ragnarssyni sem alþingismanni.
Ferja ársins: Grímseyjarferjan
Spark ársins: Eggerti Magnússyni sparkað frá West Ham.
Knattspyrnulið ársins: Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu.
Knapi ársins: Guðni Ágústsson.
Lögreglumaður ársins: Björn Bjarnason.
Vonbrigði ársins: Íslenski hlutabréfamarkaðurinn. Þar með urðu kaupréttarsamningarnir minna virði.
Hugmynd ársins: Sala auglýsinga í Áramótaskaupið.
Fyrirspurn ársins: Kolbrún Jónsdóttir vita vita afhverju strákar eru í bláu og stúlkur í bleiku.
Jólakort ársins: Smekklegt jólakort femínista með uppbyggjandi skilaboðum til allra ungra drengja.
Skotskífa ársins: Björn Ingi Hrafnsson fyrir borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Minnisleysi ársins: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Minnisblað ársins: Minnisblaðið sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson minnist ekki eftir að hafa séð.
Ég bæti síðan við þetta eftir því sem líður nær áramótum.